Maraþonboðhlaup FRÍ í dag

 

Frjálsíþróttasamband Íslands stendur í dag fyrir Maraþonboðhlaupi á fjórum stöðum á landinu. Meðal annars verður hlaupið á Fljótsdalshéraði þar sem frjálsíþróttaráð UÍA sér um hlaupið. Markmiðið er að safna fé til styrktar ólympíuförum FRÍ.

Lesa meira

Skógarskokk Þristar

Hið árlega Skógarskokk UMF Þristar fór fram í Hallormsstaðaskógi síðastliðinn föstudag, í blíðskapar veðri. Keppendur í 1.-4. bekk hlupu 1,5 km og keppendur á mið- og unglingastigum hlupu 3 km hring í gegnum skóginn. Þátttaka var góð enda gaman að hlaupa í skóginum á fallegum vordegi sem þessum.

Lesa meira

Öxi 2012

UMF Neisti ásamt Djúpivogshrepp og fleiri dyggum stuðningaðilum standa fyrir Öxi 2012, sem er þríþrautarkeppni, verður haldin í fyrsta skipti í ár dagana 30. júní  og 1. júlí á Djúpavogi.  Þríþrautin sjálf fer fram laugardaginn 30. júní.

Lesa meira

Samfélagsdagur 26. maí

Næstkomandi laugardag munu sveitarfélögin Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður taka höndum saman og efna til samfélagsdags, með dyggum stuðningi frá Alcoa. Markmið dagsins er að virkja íbúa sveitarfélaganna til þátttöku í sjálfboðaliðaverkefnum. Um leið er vonast til að dagurinn geti orðið skemmtilegur og árangursríkur, skapað samstöðu og stemmningu meðal íbúanna og skilað öllum betra samfélagi. Fjölda mörg í þrótta- og ungmennafélög munu taka þátt í dagskrá dagsins, leggja sitt að mörkum við að fegra og bæta umhverfi sitt og kynna starfsemi sína.

Lesa meira

Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum hefst 30. maí

Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum hefst á morgunn.

Fjögur mót eru í mótaröðinni en á þeim reynda keppendur með sér í all flestum greinum frjálsra íþrótta og safna stigum í gegnum alla mótaröðina. Sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Þeir hlutskörpustu í hverjum flokki voru verðlaunaðir í lok sumars. Öll mótin fara fram á Vilhjálmsvelli og hefjast öll kl 17:00. Keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Lesa meira

Úrslit ráðin í spurningakeppni Neista

Á ári hverju stendur Neisti fyrir spurningakeppni milli fyrirtækja í bænum og er keppni jafnan spennandi og skemmtileg. Úrslit í spurningakeppni Neista 2012 fóru fram miðvikudaginn 16. maí. Til úrslita kepptu Vísir hf., Djúpavogshreppur, Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum og Hótel Framtíð.

Lesa meira

Maraþonboðhlaup FRÍ

Þann 5. júní næstkomandi stendur Frjálsíþróttasamband Íslands fyrir svokölluðu Maraþonboðhlaupi. Um er að ræða fjáröflun fyrir ólympíuhóp FRÍ og verður hlaupið á fjórum stöðum á landinu, þar á meðal hér á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok