Sumarhátið 2012: Fimleikasýning GYS 87

Fimleikahópur eldri borgara frá Danmörku verður með sýningu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum klukkan 16:15 á sunnudag. Von er á glæsilegri sýningu sem verður lokapunktur Sumarhátíðar UÍA.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Skákmót

Skákgreinin, hugans íþrótt og ævintýr, er nýr viðburður á dagskrá Sumarhátíðar. Keppt verður í flokkum 14 ára og yngri, 14-16 ára og 16 ára og eldri.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Knattspyrnumót

Knattspyrnumót Sumarhátíðar fer fram á efra svæðinu við Vilhjálmsvöll laugardaginn 7. júlí klukkan 13:00. Boðið verður upp á keppni í blönduðum liðum í sjötta, sjöunda og áttunda flokki.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Íþróttahátíð Spretts Sporlanga

Hreindýrið hjartastóra, Sprettur Sporlangi, stendur fyrir sinni eigin íþróttahátíð á Sumarhátíð UÍA 2012. Hátíðin verður á Vilhjálmsvelli klukkan 17:00 á laugardag. Þar verður keppt í nokkrum óhefðbundnum íþróttagreinum auk þess sem Sprettur býður gestum upp á tertu til að þakka frábærar viðtökur fyrsta ár hans sem lukkudýrs UÍA.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Sundmót

Sundmót Sumarhátíðar verður í sundlaug Egilsstaða að kvöldi föstudagsins 6. júlí og morgni laugardagsins 7. júlí.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Nettómótið í frjálsíþróttum

Nettómótið í frjálsíþróttum á Sumarhátíð verður á Vilhjálmsvelli 6. - 8. júlí 2012. Sextán ára og eldri keppa á föstudagskvöld, 11-16 ára laugardag og sunnudag og tíu ára og yngri á sunnudag.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Strandblak

 

Þriðja árið í röð verður keppt í strandblaki á Sumarhátið UÍA í Bjarnadal á Egilsstöðum. Keppt er í karla og kvennaflokkum í þremur aldursflokkum, 11-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Keppnin stendur frá 13:00-16:00 á sunnudag.

Lesa meira

Samæfing í frjálsum

Samæfing í frjálsíþróttum verður haldin á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum klukkan 17:00 mánudaginn 2. júlí. Hildur Bergsdóttir, þjálfari UÍA, stýrir æfingunni ásamt gestaþjálfurum. Æfingin er opin öllum þeim sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum. Lögð er áhersla á þær greinar sem keppt verður í á Sumarhátíðinni. Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok