Fimmti dagur Frjálsíþróttaskóla: Uppskerumót og útskrift

Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og lokastund Frjálsíþróttaskólans var þar engin undanteking á þótt einnig væri tilhlökkun í lofti yfir að vera á heimleið eftir erfiða viku. Skólanum lauk á frjálsíþróttavikunnar þar sem vinna vikunnar skilaði sér í afrekum.

Lesa meira

Ellefu fengu styrki úr Spretti

Ellefu einstaklingar og íþróttafélög á Austurlandi fengu nýverið styrki upp á samtals 450 þúsund krónur úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa Fjarðaáls.

Lesa meira

Ný leikjaniðurröðun í Launaflsbikarnum: KAH hættir við keppni

Skrifstofa UÍA hefur sent frá sér nýja leikjaniðurröðun í Launaflsbikarnum. Lið Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar ákvað að draga sig úr keppni eftir að fyrri leikjaniðurröðun var birt. Dagskráin breytist þannig að það lið sem átti að mæta KAH í hverri umferð situr hjá. Tímaramminn er óbreyttur en hvert lið spilar fjóra leiki í stað fimm eins og ráð var áður fyrir gert.

Lesa meira

Annað greinamót UÍA og HEF

Annað mótið í mótaröð UÍA og HEF í frjálsíþróttum verður haldið á Vilhjálmsvelli klukkan 17:00 þriðjudaginn 26. júní. Keppt verður í grindahlaupi, hástökki, spjótkasti og 1500 metra hlaupi. Þátttökugjaldið er 500 krónur á þátttakanda, óháð greinafjölda. Verðlaun fyrir besta árangurinn í hverjum aldursflokki í mótaröðinni verða veitt í lok sumars. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Meistaramót í sundi: Úrslit og myndir

Liðsmenn Hattar hömpuðu stigabikarnum á meistaramóti UÍA í sundi sem fram fór á Eskfirði fyrir skemmstu. Mótið gekk hratt fyrir sig enda keppendur fremur fáir þar sem engir Neistamenn áttu heimangengt.

Lesa meira

Myndir og úrslit af fyrsta móti HEF og UÍA

Fyrsta mótið í mótaröð UÍA og Hitaveitu Egilsstaða- og Fella í frjálsíþróttum fór fram á Vilhjálmsvelli í síðustu viku. Á þriðja tug keppenda var þar skráður til leiks. Keppt var í kúluvarpi, þrístökki og 200 metra hlaupi.

Lesa meira

Gestabókin komin á Sandfellið

Starfsmenn UÍA fóru í gær með gestabók upp á Sandfell í Fáskrúðsfirði sem er fjall UÍA í verkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið 2012.

Lesa meira

Frjálsíþróttaskólinn dagur 4: Fimleikar og fjör

Dagskráin í frjálsíþróttaskólanum var fjölbreytt á fjórða degi eins og hina dagana. Trampólínið var prófað í íþróttahúsinu, táslurnar reknar í sandinn og uppskerumótið undirbúið.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok