Hermannsbikar UÍA
Hermannsbikarinn er bikar sem Dóra Gunnarsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson á Fáskrúðsfirði gáfu til minningar um Hermann Níelsson, fyrrum formann UÍA. Bikarinn er hvatningarverðlaun og er veittur einstaklingi, deild eða félagi innan UÍA sem staðið hefur fyrir nýsköpun, þróun eða uppbyggingu í starfi.
2018: Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir, fyrir uppbyggingu blakdeildar Hugins á Seyðisfirði
2019: UMF Þristur, fyrir útivistarnámskeiðin sem félagið hefur byggt upp undanfarin ár
2020: Elsa Sigrún Elísdóttir, fyrir mikinn drifkraft í æskulýðs- og íþróttastarfi á Fáskrúðsfirði
2021: Auður Vala Gunnarsdóttir, fyrir starf sitt fyrir fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum