Á þrettándagleði Hattar mánudaginn síðastliðinn kvittuðu þeir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Benedikt Jónsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA), og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings,undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ.
Sumarhátíð UÍA verður haldin helgina 20.-21. júlí. Boðið verður upp á keppni í ýmsum greinum. Ein breyting hefur verið á dagskrá miðað við fyrstu auglýsingu, motocross færist yfir á sunnudag.