Skrifað undir samning unglingalandsmóts 2025
Á þrettándagleði Hattar mánudaginn síðastliðinn kvittuðu þeir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Benedikt Jónsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA), og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings,undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ.
Það mun fara fram, eins og mörgum er kunnungt, um verslunarmannahelgina 2025 og verður haldið á Egilsstöðum. ÚÍA og Múlaþing mun í samstarfi við UMFÍ halda mótið og er þetta í 3. sinn sem það er gert á Egilsstöðum. Vinna er farinn af stað við undirbúning og skipulag. Mynduð hefur verið mótsnefnd Jónína Brynjólfsdóttir, forseti bæjarstjórnar, vera formaður hennar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem munu koma að mótinu á einhvern hátt, keppendur eða sjálfboðaliða, á nýju ári.