Reglugerð um Afreks- og fræðslusjóð UÍA

1. Sjóðurinn heitir Afreks- og fræðslusjóður UÍA

2. Tilgangur sjóðsins er að styrkja austfirska afreksmenn til æfinga og keppni og efla fræðsluþátt íþróttastarfsins.

3. Stjórn sjóðsins er stjórn UÍA og sér hún um úthlutun úr honum hverju sinni.

4. Stjórn UÍA heldur utan um sjóðinn og tekur ákvarðanir um úthlutanir úr honum. Tekjur sjóðsins eru hlutfall af lottótekjum UÍA, ákveðið á sambandsþingi. Auk þess frjáls framlög einstaklinga, stofnana og fyrirtækja.

5. Heimilt er að veita úr sjóðnum á hverjum tíma öllu því fé sem í honum er en ekki skuldbinda hann um greiðslur fram í tímann. Sjóðsstjórn ákveður styrkupphæð hverju sinni.

6. Úthlutun úr sjóði skiptist í A, B og C flokk.
A flokkur. Rétt til styrkveitinga eiga þeir sem skara fram úr í íþróttagrein sinni eru til að mynda í landsliði, sigra á Íslandsmeistaramóti, setja Íslandsmet eða á annan hátt sýna að þeir eru afreksmenn í íþróttum.
B flokkur. Styrkveiting til íþróttafólks sem sýnir stórstígar framfarir í grein sinni. Æfinga- og ferðastyrkir til efnilegra íþróttamanna.
C flokkur. Styrkveitingar til einstakra fræðslu- eða þjálfunarverkefna hjá sérgreinaráðum UÍA eða félögum. Skilyrði er að opið sé fyrir þátttöku frá öllum aðildarfélögum UÍA samkvæmt almennum reglum. Kynningarstarf fellur ekki undir þennan flokk.
D flokkur: Þessu til viðbótar er stjórn UÍA heimilt að nota fé úr sjóðnum til niðurgreiðslu þátttökugjalda fyrir keppendur sem keppa undir merkjum UÍA á landsmótum á vegum UMFÍ, Íslands- og bikarmeistaramótum sérsambanda innan ÍSÍ, eða á skipulögðum ferðum sambandsins á sambærilega viðburði bjóði staða sjóðsins upp á það.

7. Til að hljóta styrk þurfa viðkomandi íþróttamenn eða félög að sækja skriflega um til sjóðsstjórnar og gera grein fyrir ástæðum umsóknarinnar og leggja fram kostnaðaráætlun. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrk til einstaklinga, íþróttafélaga eða hóps þó ekki liggi fyrir skrifleg umsókn viðkomandi með meirihlutasamþykki og rökstuddri greinargerð stjórnar. Stjórn getur aldrei veitt meira en 1/3 hluta tekna hvers árs til viðburðar, verkefnis, einstaklings eða hóps.

8. Sjóðsstjórn skal á hverju ársþingi UÍA gera grein fyrir styrkveitingum úr sjóðnum.

9. Umsóknir um styrk úr sjóðnum eru afgreiddar jöfnum höndum um leið og þær berast og afgreiddar eigi síðar en 30 dögum eftir að umsókn hefur borist. Styrkveitingar eru ekki greiddar út nema fyrir liggi staðfesting á þátttöku og/eða kostnaðarreikningur eða ígildi hans.

10. Um meðferð sjóðsins gildi fjármálareglur og almennar reglur UÍA um sjóði.

11. Breyting á reglugerð þessari er einungis hægt að gera á sambandsþingi UÍA að fengnu samþykki einfalds meirihluta atkvæða.

12. Með reglugerð þessari eru aðrar reglur um afrekssjóð UÍA fallnar úr gildi.

 

Samþykkt á 61. sambandsþingi UÍA, Eskifirði, 5. mars 2011.
Síðast breytt á 64. sambandsþingi UÍA, Neskaupstað 14. apríl 2013.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok