73. Sambandsþing UÍA fór fram 16. apríl.
73. Sambandsþing UÍA fór fram í Neskaupstað sunnudaginn 16. apríl síðastliðinn.
- Þorvarður Sigurbjörnsson var þingforseti.
Viðurkenningar
Starfsmerki UÍA veitt og hlutu eftirfarandi starfsmerki
- Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þróttur Neskaupstað
- Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir, Þróttur Neskaupstað
- Ragnhildur Tryggvadóttir, Þróttur Neskaupstað
- Þorvarður Sigurbjörnsson, Þróttur Neskaupstað
- Atli Freyr Björnsson, Þróttur Neskaupstað
- Sigurður Friðrik Jónsson, Þróttur Neskaupstað
Hermannsbikar UÍA 2022 hlutu Hugrún Hjálmarsdóttir og Björgvin Rúnar Þorvaldsson fyrir framlag sitt til
gönguskíðamenningar á Austurlandi.
Íþróttamaður UÍA 2022 var valin Kristín Embla Guðjónsdóttir glímukona frá íþróttafélaginu Val. Kristín Embla er Freyjumenshafi 2022 í annað sinn á ferlinum. Hún er búin að vera í glímulandsliðinu fyrir Íslandshönd í nokkur ár. Meðal annars lenti Krístin í 3. sæti í opnum flokki kvenna á heimsmeistaramótinu á Langholm, Englandi. Formaður Ungmennafélagsins Vals, Aðalheiður Vilbergsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Kristínar þar sem hún var fjarverandi.
Til viðbótar við frábæran árangur Kristínar Emblu má nefna góðan árangur þátttakenda frá UÍA á Íslandsglímunni sem fór fram á Akureyri. ÚÍA átti sex keppendur að þessu sinni en það voru auk Krístinar, Elín Eik Guðjónsdóttir, Þórður Páll Ólafsson, Hákon Gunnarsson, Sebastían Andri Kjartansson og Snjólfur Björgvinsson.
UÍA óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju.
Ávörp gesta:
Hafsteinn Pálsson, varaforseti ÍSÍ
Sigurður Óskar Jónsson úr stjórn UMFÍ
Sitjandi stjórn UÍA bauð sig öll fram til endurkjörs og var samþykkt.
Benedikt Jónsson er formaður
Aðrir í stjórn eru Þórunn María Þorgrímsdóttir, Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Guðjón Magnússon og
Björgvin Stefán Pétursson.
Varastjórn:, Ásta Kristín Michaelsen Guðmundsdóttir, Eyþór Ásmundsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir.
Heildarfjöldi réttkörinna fulltrúa á á þingingu voru 59 fulltrúar frá 24 félögum.
UÍA þakkar Petru Lind og hennar fólki hjá Þrótti, Neskaupstað fyrir frábæra umgjörð.