74. sambandsþing UÍA

74. Sambandsþing UÍA fór fram á Egilsstöðum laugardaginn 20. apríl í grunnskólanum á Egilsstöðum. 


Viðurkenningar
Starfsmerki UÍA veitt og hlutu eftirfarandi starfsmerki
- Anna Dís Jónsdóttir
- Ásthildur Jónasdóttir
- Guðmundur Bj. Hafþórsson
- Guðrún Agnarsdóttir
- Haraldur Gústafsson
- Hildur Bergsdóttir
- Hjördís Ólafsdódóttir



Hermannsbikar UÍA hlýtur

- Skíðafélagið í Stafdal.
Félagið hefur á undanförnum árum boðið upp á sérstakt skíðanámskeið fyrir börn og ungmenni
með sérþarfir. Verkefnið er tilkomið að frumkvæði skíðaþjálfaranna Hildar Jónu Gunnlaugsdóttur
og Unnar Óskarsdóttur og hafa þær haft veg og vanda af þróun þess. Markhópurinn
samanstendur af krökkum sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér hefðbundin
skíðanámskeið og æfingar t.d. vegna fötlunar. Æfingar eru sniðnar að þörfum hvers og eins og þar
fá þátttakendur ómetanlegt og sjaldgæft tækifæri til að stunda íþróttir og vera hluti af hóp.


Íþróttamaður UÍA var valin
- Kristín Embla Guðjónsdóttir glímukona frá íþróttafélaginu Val annað árið í röð.
Kristín er Freyjumenshafi í þriðja sinn í Íslandsglímunni. Hun var valin íþróttamaður Fjarðabyggðar
2023. Hefur verið í landsliði Íslands undanfarin ár.



Kosningar til stjórnar
Benedikt Jónsson gaf áfram kost á sér í formannsembættið.
Úr stjórn fara Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir og Björgvin Stefán Pétursson og voru þeim þökkuð frábær
störf. Aðrir í stjórn gefa áfram kost á sér en það eru Þórunn María Þorgrímsdóttir, Guðjón
Magnússon. Að auki gefa Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir og Kristófer Einarsson.
Samþykkt samhljóða

Ávörp gesta

Haukur Valtýrsson, fyrrverandi formaður UMFÍ
Flytur kveðju frá stjórn og starfsfólki UMFÍ.
Haukur talaði m.a. um hve mikilvæg samvinna og samstarf væri í íþróttastarfi og þá sérstaklega á
dreifðu svæði eins og starfsfsvæði UÍA.
Haukur fjallaði um nýar svæðisstöðvar sem verið er að setja á laggirnar að atbeina UMFÍ, ÍSÍ og
ríkisins sem leggja til fjármagn í þessar stöðvar. Hlutverk þeirra er m.a. að auka þátttöku barna og
unglinga í íþróttum, ekki síst barna af erlendu bergi brotnu og börnum með sérþörfum. Að auki er
verið að vinna að inngildingu farsældarlaganna. Starfsstöðvarnar eru hrein viðbót við það starf sem
fyrir er á svæðinu og samræma starfið.

Íþrótta- og ungmennahreyfingin á að taka forystu í að efla lýðheilsu fólks. En þetta skiptir miklu máli
fyrir íslensku þjóðina að efla lýðheilsu. Haukur kom inn á nikótínnotkun en þar þarf að vinna þarft
verkefni til að sporna gegn notkun nikótínpúða.

Gullmerki UMFÍ
Haukur afhenti að lokum gullmerki UMFÍ og var það Hreinn Halldórsson sem hlaut það.
Hreinn er þekktur kúluvarpari sem á að baki glæstan feril, bæði innanlands og erlendis.

 

Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður ÍSÍ
Flutti kveðju frá framkvæmdarstjóra og framkvæmdarstjórn ÍSÍ.
Minniti m.a.á mikilvægi getrauna og getspár. Það er greinilegt í ársreikningum að þessi upphæðir
skipta máli og er það þannig hjá flestum ungmennasamböndum.
Svæðaskrifstofurnar eru stórt landsbyggðarátak í íþróttahreyfingunni. Verið er að vinna í
umsóknarferlinu og er vonast til þess að þessir starfmenn geti hafið störf sem fyrst. Þessi störf eru
mikilvæg viðbót inn í íþróttastarfið á landinu. Verið er að vinna í því að ná til flestra og að fá sem
flesta inn í starfið. En það er ekki bara í höndum starfsmanna sem verða ráðnir heldur skiptir
mannauðurinn í íþróttahreyfingunni á landinu miklu máli í þessu samstarfi.

Viðurkenningar frá ÍSÍ
Að lokum afhenti Hafsteinn viðurkenningar frá framkvæmdarstjórn ÍSÍ.
- Auður Vala Gunnarsdóttir hlaut gullmerki ÍSÍ
- Davíð Þór Sigurðsson hlaut gullmerki ÍSÍ

 

Ný félög kosin inn í UÍA og samþykkt samhljóða
KFA
- Pílufélag Vopnafjarðar
Benedikt Jónsson formaður UÍA þakkaði svo fyrir og sleit þingi.

Næsta þing verður haldið á Fáskrúðsfirði 2025.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok