Hlaupið á tíu stöðum eystra í kvennahlaupinu
Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á laugardaginn. Hlaupið verður á tíu stöðum á sambandssvæði UÍA.
Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á laugardaginn. Hlaupið verður á tíu stöðum á sambandssvæði UÍA.
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var settur á Egilsstöðum eftir hádegið í gær. Að þessu sinni taka 22 krakkar af öllu Austurlandi þátt í skólanum.
Þátttakendur í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ, sem fram fer á Egilsstöðum í næstu viku, eiga von á fjöri og fjölbreytni. Auk ótal frjálsíþróttaæfinga, fá nemendur skólans kynningar á hinum ýmsu íþróttum s.s. skylmingum, júdó, boccia og fimleikum. Farið verður á hestbak, í bátsferð, cross camp og sitt hvað fleira.
Þriðji dagur Frjálsíþróttaskólans er að baki. Dagskráin var brotin upp eftir hádegið þar sem farið var með hópinn inn í Hallormsstað. Dagurinn reyndi verulega á því hann hófst með látum í morgun.
Meistaramót UÍA í sundi verður haldið í sundlauginni á Eskfirði á laugardag. Flestir bestu sundmenn UÍA mæta þar til leiks. Keppni hefst klukkan 10:00. Við sama tækifæri verða afhentir styrkir úr vorúthlutun Spretts, styrktarsjóðs UÍA og Alcoa.
14 vaskir hlauparar létu ekki rigningu, rok og kulda á sig fá og mættu galvaskir í Maraþonboðhlaup FRÍ sem haldið var á Fljótsdalshéraði í gær. Auk þess var hlaupið í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði en Maraþonboðhlaupið er fjáröflun fyrir frjálsíþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í London fyrir Íslands hönd.
Annar dagur Frjálsíþróttaskóla UMFÍ er að baki. Tvær frjálsíþróttaæfingar voru í boði, kynntar íþróttagreinar sem byrja á bókstafnum B og endað á æsilegri spurningakeppni.
Í kvöld var dregið í töfluröð Launaflsbikarsins en fyrsta umferðin fer fram á sunnudag. Sex lið eru skráð til leiks, einu færra en í fyrra og leikin verður tvöföld umferð. Nokkrar breytingar voru gerðar á reglum keppninnar á fundi forráðamanna liðanna fyrir keppni. Sú stærsta er að ekki verður lengur tíu mínútna kæling fyrir að fá gult spjald.
Lið UÍA varð í fyrsta sæti í keppni fyrirtækja með 3-9 starfsmenn í átaki ÍSÍ Hjólað í vinnuna sem lauk í síðustu viku.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.