Úrslit ráðin í Skólaþríþraut FRÍ

Úrslitakeppni Skólaþríþrautar FRÍ fór fram laugardaginn 5. maí síðastliðinn í Laugardalshöll. Keppt var í hástökki, 60 m hlaupi og kúluvarpi.
Mótið gekk vel en keppendur voru 73 talsins frá 19 skólum af landinu. Alls unnu 16 krakkar frá Austurlandi sér þátttökurétt í úrslitakeppninni, níu þeirra nýtu sér það og mættu til leiks.

Vel heppnuð Björnsmót og Fjarðarálsmót á skíðum

Í lok síðustu viku var mikið um að vera hjá skíðafólki hér eystra og Stafdalur iðaði af lífi.

Þann 26. apríl fór þar fram Björnsmót fyrir 9 ára og yngri og daginn eftir Austurlandsmót (Fjarðaálsmót) fyrir 13 ára og eldri og síðari hluti Björnsmóts fyrir 10 ára og eldri.

Lesa meira

Skráning hafin á Landsmót 50+

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður haldið í Mosfellsbæ 8.-10. júní. Skráning er hafin og allt stefnir í góða þátttöku og skemmtilegt mót.

Lesa meira

Vormót FSÍ á Egilsstöðum

Þann 12.-13. maí næstkomandi mun fimleikadeild Hattar vera með Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum.

Lesa meira

Höttur í undanúrslitum Lengjubikarsins

Kvennalið Hattar í knattspyrnu mætir á morgun liði Hauka í C deild Lengjubikarsins. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 13:30 á Framvellinum í Safamýri í Reykjavík. Höttur komst í úrslit keppninnar með því að verða í öðru sæti þriðja riðils á eftir Völsungi.

Lesa meira

Hjólað í vinnuna er hafið

Hjólað í vinnuna hófst í morgunn og stendur til 29. maí. Það hafa því vonandi sem flestir pumpað í dekk, smurt keðjur, fægt bjöllur, girt buxurnar ofan í sokkana og geysts hjólandi til vinnu í morgunn.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok