Kaffihúsaskákmót KAABER og UMF Þristar

UMF Þristur stóð fyrir sínu árlega Kaffihúsaskákmóti í samstarfi við KAABER í gær.
Keppt var í flokkum 7-9 ára, 10-13 ára, 14-16 ára og 17 ára og eldri.

Til leiks mættu 22 keppendur.  Sjö keppendur mættu á aldrinum 7 - 9 ára, sex 10 -13 ára, þrír 13 – 16 ára, þrír 14 – 16 ára og sex í flokki 17 ára og eldri.

Lesa meira

Þróttur sigursæll á Íslandmeistaramóti yngri flokka í blaki

Íslandsmót yngri flokka (2.-5. flokkur) í blaki fór fram í Kópavogi síðustu helgi. Þróttarkrakkar fjölmenntu á mótið og telfdu fram fjórtán liðum.

Þrír Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur í 5. flokki kvenna og til A og B liða í 4. flokki kvenna.

Lesa meira

Kaffihúsaskákmót KAABER og UMF Þristar

UMF Þristur í samstarfi við KAABER heldur sitt árlega Kaffihúsaskákmót í Hallormsstaðaskóla sunnudaginn 22. apríl  kl 13.00.

Keppt verður í flokkum 7-9 ára, 10-13 ára, 14-16 ára og 17 ára og eldri.

Verðlaun eru vegleg að vanda. Þátttökugjald er 500 kr og eru veitingar innifaldar.

Lesa meira

Gunnar Gunnarsson formaður UÍA

Á sambandsþingi UÍA sem fram fór þann 15. apríl síðastliðinn, sagði Elín Rán Björnsdóttir af sér formennsku, en hún hefur leitt sambandið farsællega síðastliðin fjögur ár.

Gunnar Gunnarsson varaformaður UÍA bauð sig einn fram í embættið og var boðinn velkominn til starfa með dynjandi lófataki þinggesta.

 

Lesa meira

Tvö glímubrons austur af Íslandsglímunni.

Síðastliðna helgi var keppt um Freyjumenið og Grettisbeltið á Ísafirði. Sex bestu glímukonur landsins kepptu um Freyjumenið og tólf bestu glímumennirnir um Grettisbeltið. Fjórir keppendur frá UÍA tóku þátt og sýndu fallegar og snarpar glímur.

Lesa meira

Fjarðaálsmót í Fjarðabyggðarhöll

Fjarðaálsmót yngri flokka Fjarðabyggðar er nú haldið í fjórða sinn og eins og venjulega er þetta mót fyrir alla aldursflokka frá 7. flokki til 3. flokks. Mótin eru haldin fjórar helgar í röð það fyrst 21. og 22. apríl sem er fyrir 3. flokk karla og kvenna, það næsta er helgina 28. og 29. apríl sem er fyrir 4. flokk karla og kvenna, helgina 5. og 6. maí verður mót fyrir 5. flokk karla og kvenna og að endingu er svo mót fyrir 6. og 7. flokk karla og kvenna laugardaginn 12. maí.

Lesa meira

Tveir grunnskólameistaratitlar í glímu austur

Sex þátttakendur kepptu fyrir UÍA á grunnskólamóti í glímu sem fram fór á Ísafirði um helgina. Um 80 keppendur víðsvegar að af landinu tóku þátt. Tveir af keppendum UÍA nældu sér í  grunnskólameistaratitli,  þau Sveinn Marinó Larsen, 7. bekk og Kristín Embla Guðjónsdóttir, 6. bekk, auk þess sem Bylgja Rún Ólafsdóttir 8. bekk náði 3 sæti.

Lesa meira

Sandfell í Fáskrúðsfirði fjall UÍA 2012

Á Sambandsþingi UÍA síðastliðinn sunnudag var Fjall UÍA 2012, í gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið, kosið.

Sandfell í Fáskrúðsfirði hlaut flest atkvæði og mun göngulýsing á fellið birtast í göngubók UMFÍ, Göngum um Ísland sem út kemur á hverju ári.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok