UMF Þristur stóð fyrir sínu árlega Kaffihúsaskákmóti í samstarfi við KAABER í gær. Keppt var í flokkum 7-9 ára, 10-13 ára, 14-16 ára og 17 ára og eldri.
Til leiks mættu 22 keppendur. Sjö keppendur mættu á aldrinum 7 - 9 ára, sex 10 -13 ára, þrír 13 – 16 ára, þrír 14 – 16 ára og sex í flokki 17 ára og eldri.
Á sambandsþingi UÍA sem fram fór þann 15. apríl síðastliðinn, sagði Elín Rán Björnsdóttir af sér formennsku, en hún hefur leitt sambandið farsællega síðastliðin fjögur ár.
Gunnar Gunnarsson varaformaður UÍA bauð sig einn fram í embættið og var boðinn velkominn til starfa með dynjandi lófataki þinggesta.
Síðastliðna helgi var keppt um Freyjumenið og Grettisbeltið á Ísafirði. Sex bestu glímukonur landsins kepptu um Freyjumenið og tólf bestu glímumennirnir um Grettisbeltið. Fjórir keppendur frá UÍA tóku þátt og sýndu fallegar og snarpar glímur.
Fjarðaálsmót yngri flokka Fjarðabyggðar er nú haldið í fjórða sinn og eins og venjulega er þetta mót fyrir alla aldursflokka frá 7. flokki til 3. flokks. Mótin eru haldin fjórar helgar í röð það fyrst 21. og 22. apríl sem er fyrir 3. flokk karla og kvenna, það næsta er helgina 28. og 29. apríl sem er fyrir 4. flokk karla og kvenna, helgina 5. og 6. maí verður mót fyrir 5. flokk karla og kvenna og að endingu er svo mót fyrir 6. og 7. flokk karla og kvenna laugardaginn 12. maí.
Sex þátttakendur kepptu fyrir UÍA á grunnskólamóti í glímu sem fram fór á Ísafirði um helgina. Um 80 keppendur víðsvegar að af landinu tóku þátt. Tveir af keppendum UÍA nældu sér í grunnskólameistaratitli, þau Sveinn Marinó Larsen, 7. bekk og Kristín Embla Guðjónsdóttir, 6. bekk, auk þess sem Bylgja Rún Ólafsdóttir 8. bekk náði 3 sæti.