Gunnar Gunnarsson formaður UÍA

Á sambandsþingi UÍA sem fram fór þann 15. apríl síðastliðinn, sagði Elín Rán Björnsdóttir af sér formennsku, en hún hefur leitt sambandið farsællega síðastliðin fjögur ár.

Gunnar Gunnarsson varaformaður UÍA bauð sig einn fram í embættið og var boðinn velkominn til starfa með dynjandi lófataki þinggesta.

 

 

Gunnar er flestum félögum UÍA að góðu kunnur, en hann hefur starfað ötullega innan hreyfingarinnar og gengt stöðu ritara og varaformanns UÍA frá árinu 2008. Gunnar hefur auk þess gengt formennsku í UMF Þristinum og átt sæti í varastjórn UMFÍ. Gunnar er í meistaranámi í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóla Íslands en er væntanlegur austur með vorinu.

Stjórnarmenn aðrir en Elín gáfu kost á sér áfram en ný inn í stjórn kom Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir fulltrúi Þróttar.

Stjórn UÍA skipa því:

Gunnar Gunnarsson (UMF Þristi)  formaður

Gunnlaugur Aðalbjarnarson (Hetti) gjaldkeri

Jósef Auðunn Friðriksson (UMF Súlunni)

Sigrún Helga Snæbjörsdóttir (Þrótti)

Vilborg Stefánsdóttir (Hestamannafélaginu Blæ)

Sitjandi varastjórn gaf áfram kost á sér og er óbreytt:

Böðvar Bjarnason (Hetti)

Jóhann Atli Hafliðason (Neista)

Stefán Bogi Sveinsson (Hetti)

Við þökkum Elínu Rán kærlega fyrir ánægjulegt samstarf og bjóðum þau Gunnar og Sigrúnu Helgu velkomin til starfa.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok