Þróttur sigrar í hörkuleik

Kvennalið Þróttar í blaki lagði HK, 3-0 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmeistaramótsins, í Neskaupstað í gær.  Leikurinn var spennandi og nánast jafnt á öllum tölum í tveimur fyrstu hrinunum.

Lesa meira

JTypography

J.O.O.M is more than a web design company, we not only create the best design on the net, we build web applications that work seamlessly. If you are looking to take your brand to the next level, or launch a a website that generates revenue, please feel free to explore our work, see how it work and read what customers say about us.

At JOOM Solutions, our customers are our most important asset. That's why we work hard to provide the best, most cutting-edge solutions possible. Your success is our success, which is why we have a team of experts that can handle every area of your marketing plan - from designing a web site, to building back end system, to teasing out the best ideas possible for your business. We don't just follow web trends online - we set them!

Opið fyrir umsóknir í Sprett afrekssjóð UÍA og Alcoa

Vorúthlutun úr Spretti afrekssjóði UÍA og Alcoa verður í fyrri hluta maí mánaðar. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Íþróttafólk, þjáfarar og aðildarfélög UÍA eru hvött til að sækja um til góðra verka.

Lesa meira

Bjartur 2012 Rathlaup á Jökuldalsheiði

Þó þessa stundina sé vorhretið það eina sem minnir á að sumarið sé námd, þá er undirbúningur á sumarstarfi UÍA hafinn.

Þar er að ýmsu að taka og ljóst að spennandi sumar er framundan. Hér er eitt af þeim verkefnum sem UÍA stendur að í sumar:

Bjartur 2012 Rathlaup í Jökuldalsheiði 30. júní- 1. júlí.

Um er að ræða liðakeppni í þremur flokkum: Fjölskyldurathlaup 4 klst. (3-5 í liði), 10 klst. rathlaup (2-3 í liði), 24 klst. rathlaup (2-3 í liði)

Lesa meira

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði vel sótt

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ fór fram á Hvolsvelli 29. -31. mars. Um 100 manns víðs vegar af að landinu á aldrinum 16-25 ára sóttu ráðstefnuna. Erla Gunnlaugsdóttir var fulltrúi UÍA á ráðstefnunni auk þess sem Gunnar okkar Gunnarsson stýrði þar umræðum.

Lesa meira

Á ég að segja þér sögu? Farandnámskeið í frásagnarlist

UÍA með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Menningarráði Austurlands flakkar nú um Austurland með námskeið í frásagnarlist í farteskinu. Námskeiði ber yfirskriftina ,,Á ég að segja þér sögu?” og er ætlað krökkum í 5.-10. bekk. Grunnskólar á Austurlandi hafa tekið framtakinu fagnandi en þeim stendur til boða að fá námskeiðið inn á skólatíma og hefur það gefist vel. Nemendur Brúarásskóla sátu námskeiðið í gær og skemmtu sér hið besta.

Lesa meira

Undanúrslit Íslandsmótsins í blaki hefjast í kvöld á Norðfirði

Í kvöld mætir blaklið Þróttar HK í undanúrslitum Íslandsmeistaramótsins í blaki kvenna í íþróttahúsinu á Neskaupstað kl 19:30.

Við hvetjum allt til að mæta á áhorfendapallana og hvetja okkar stúlkur til dáða. Frítt verður inn á leikinn en tekið við frjálsum framlögum við innganginn.

Lesa meira

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ, bara fjör!

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Egilsstöðum 11.-15. júní 2012.

Eins og undanfarin ár sér UÍA um skólann í samstarfi við UMFÍ og FRÍ. Um nokkurs konar íþróttasumarbúðir er að ræða, sem ætlaðar eru ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Þátttakendur koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku.
Skólinn er hvoru tveggja ætlaður byrjendum sem og þrautreyndum frjálsíþróttakrökkum.

Lesa meira

Hattarstrákar gera það gott á Íslandsmóti í taekwondo

Íslandsmótið í taekwondo bardaga var haldið síðastliðna helgi á Ásbrú, Reykjanesbæ. Tíu félög sendu keppendur á mótið, en rúmlega 70 keppendur voru skráðir, þar af átti Höttur tvo keppendur þá Gest Bergmann Gestsson og Daníel Hólm Skúlason. Þeir stóðu sig báðir með miklum sóma. Gestur hreppti silfur í cadet 1 og Daníel brons í sömu grein.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok