Farandljósmyndasýningin ,,Ljúfar minningar frá liðnu sumri" farin á flakk

Í fyrra flökkuðu um gjörvallt Austurland þrír stafrænir myndarammar með myndum úr 70 ára starfi UÍA. Rammarnir heimsóttu alla þéttbýlisstaði á Austurlandi og glöddu þar gesti og gangandi.

Rammarnir víðförlu hafa nú lagt af stað í aðra hringferð um Austurland, að þessu sinni eru þeir stútfullir af myndum frá síðastliðnu sumri, sem var afar viðburðarríkt eins og allir vita.

Yfirskrift sýningarinnar nú er ,,Ljúfar minningar frá liðnu sumri" og má þar meðal annars sjá myndir úr Launaflsbikarnum, frá keppni og afmælisfögnuði á Sumarhátíð, svipmyndir úr farandþjálfun UÍA og Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og síðast en ekki síst fjöldan allan af myndum frá Unglingalandsmótinu.

Lesa meira

Kajakaklúbburinn KAJ á kvöldvöku í Kreml

 

Miðvikudaginn 21. mars kl 20:00 verður Kajakfélagið KAJ með, kynningu á kajaksprotinu og starfi félagsins, á kvöldvöku í Kreml undir yfirskriftinni Kajakróður sem ferðamáti. Ari Benediktsson formaður KAJ hefur framsögn og sýnir myndir.

Lesa meira

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

 

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana 29. – 31. mars á Hótel Hvolsvelli. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður ungt fólk og fjölmiðlar. Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldinn en áður hefur hún verið á Akureyri og Laugum í Dalasýslu.

Lesa meira

Körfuknattleikslið Hattar í 4. sæti eftir spennandi rimmur um helgina

 

Körfuknattleikslið Hattar beið lægri hlut gegn Skallagrími í undanúrslitum í úrslitakeppni 1. deildar karla og hefur þar með lokið keppni í 1. deildinni á þessu tímabili.

Fyrri viðureign liðanna fór fram í Borgarnesi á föstudagskvöldið. Þar var hart barist en okkar menn urðu undir með 99 stigum gegn 105 stigum heimamanna. Seinni leikur liðanna var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í gær. Þrátt fyrir dyggan stuðning áhorfenda, vasklega framgöngu okkar manna og jafnan leik framan af höfðu Borgfirðingar sigur 88 stig gegn 77 stigum Hattar.

Lesa meira

Fræðslufundur um dómgæslu 17. mars

Í tengslum við leik Hattar og Fjölnis sem fer fram í Fjarðabyggðahöllinn á morgunn kl 14:00 mun Kristinn Jakobsson FIFA dómari halda fræðslufund um dómgæslumál.

Fræðslufundurinn sem er á vegum KSÍ verður í Grunnskólanum á Reyðarfirði  þar sem Kristinn mun ásamt reyndum aðstoðardómara fara yfir helstu þætti dómgæslunnar.

Hér er kjörið tækifæri fyrir dómara og áhugamenn um dómgæslu að auka við þekkingu sína.

Lesa meira

Bikarúrslit í blaki og undanúrslit í körfu um helgina

 

Blaklið Þróttar og körfuknattleikslið Hattar standa í ströngu um helgina. Blakliðið tekur þátt í úrslitum bikarkeppninnar en körfuknattleiksliðið mætir Skallagrími tvisvar í undanúrslitum 1. deildar karla.

Lesa meira

Blaklið Þróttar hlaut silfrið í bikarkeppninni um helgina

 

Hörkuviðureignir voru í úrlsitakeppni Bikarkeppninnar í blaki um heligna. Þar barðist kvennalið Þróttar hetjulega, hafði sigur gegn Eik 3-0 á laugardeginum og hélt hnarreist í úrslitaviðureign gegn Aftureldingu í Laugardalshöllinni í gær. Þrátt fyrir góðan leik Þóttarstúlkna lagði reynslumikið og úthaldsgott lið Aftureldingar þær að velli 3-0.

Lesa meira

Glímufólk UÍA gerir það gott

Þann 3. mars síðastliðinn fór fram 3. og síðasta umferð í Meistaramótaröð Glímusambands Íslands. Lið UÍA hefur staðið sig vel að vanda í vetur og er nú í efsta sæti félagakeppninnar fyrir Íslandsglímuna. Hjörtur Elí Steinþórsson, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir sigrðu öll í sínum flokkum á mótinu. UÍA sigraði í stigakeppni kvenna á mótinu með 45 stig, varð í þriðja sæti í stigakeppni karla með 28,5 stig, í öðru sæti í stigakeppni í unglingaflokki með 34 stig og sigraði í heildarstigakeppni félaga með 107,5 stig.

Lesa meira

Höttur hampar Hennýjarbikarnum

Sunddeild Austra hélt þann 3. mars síðastliðinn Hennýjarmót, til minningar um Þorbjörgu Henný Eiríksdóttur sem fórst af slysförum fyrr í vetur, en Henný hefði orðið 18 ára þennan dag.

Mótið var ætlað keppendum 16 ára og yngri og var þátttaka afar góð en 83 sundkappar frá Hetti, Leikni, Austra, Sindra og Þróttii, mættu til leiks í sundlaugina á Eskifirði.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok