Fræðslufundur um dómgæslu 17. mars

Í tengslum við leik Hattar og Fjölnis sem fer fram í Fjarðabyggðahöllinn á morgunn kl 14:00 mun Kristinn Jakobsson FIFA dómari halda fræðslufund um dómgæslumál.

Fræðslufundurinn sem er á vegum KSÍ verður í Grunnskólanum á Reyðarfirði  þar sem Kristinn mun ásamt reyndum aðstoðardómara fara yfir helstu þætti dómgæslunnar.

Hér er kjörið tækifæri fyrir dómara og áhugamenn um dómgæslu að auka við þekkingu sína.

Dagskrá.

12:00-13:30 Fræðslufundur í barnaskólanum á Reyðarfirði.

14:00-15:45 Horft á leik Hattar og Fjölnis. Leiðbeinandi greinir leikinn meðan á honum stendur.

16:00-17:00 Leikurinn gerður upp. Kristinn situr fyrir svörum.

17:00 Dagskrárlok.

Allir starfandi dómarar og áhugamenn um dómgæslu eru hvattir til þess að mæta.

Skráning er hafin á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok