UÍA hlýtur styrk frá Menningarráði Austurlands

Menningarráð Austurlands stykir á ári hverju ótal stofnanir, samtök og einstaklinga til góðra verka á sviði lista og menningar. Afhending styrkja fór fram í Snæfellsstofu í gær, með mikilli viðhöfn. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpaði samkomuna og afhenti styrkina. UÍA hlaut einn þeirra vegna verkefnisins  ,,Á ég að segja þér sögu?" Námskeið í frásagnalist fyrir börn og unglinga, sem sambandið mun halda nú á næstu mánuðum.

Lesa meira

Svör við nafnaþulu úr Snæfelli

Í síðasta tölublaði Snæfells birtist eftirfarandi nafnaþula sem Jónína Zophoníasdóttir frá Mýrum lét okkur í té. Lesendur blaðsins voru hvattir til glíma gátuna og senda lausnir til skrifstofu UÍA. Nokkrir gerðu það en aðeins einn þátttakandi hafði öll nöfnin rétt, Kristjana Atladóttir frá Eskifirði og fær hún glaðning frá UÍA.

Hér má sjá gátuna ásamt lausnum.

Lesa meira

Ávextir og öflugir krakkar á Ávaxtamóti

Ávaxtamót UÍA í frjálsum íþróttum fór fram í samstarfi við Leikni, á Fáskrúðsfirði síðastliðinn sunnudag. Mótið var ætlað þátttakendum 10 ára og yngri og þar reyndu með sér á fjórða tug krakka frá Þristi, Val, Hetti, Neista, Austra og Leikni.

Lesa meira

Úrvalshópur UÍA í sundi á æfingu

Æfingbúðir fyrir úrvalshóp UÍA í sundi fóru fram á Djúpavogi 4. febrúar. Mættir voru 12 krakkar frá öllum
aðildarfélögum ÚÍA sem æfa sund. Samstarf er við sunddeild Sindra á Höfn sem einnig tekur þátt í starfi úrvalshópsins.
En markmið úrvalshópsins er að styðja við efnilega sundmenn á svæðinu og efla þá til að taka þátt í mótum utan fjórðungs.

Lesa meira

Lífshlaupið hefst 1. febrúar.

 

Lífshlaupið hefst 1. febrúar og því um að gera að bretta upp ermar og skrá sig til leiks. Hvetjum við unga sem aldna til að taka þátt og njóta þess að hreyfa sig og njóta heilbrigðs lífernis.

Lesa meira

Ávaxtamót á áætlun.

Færð og veður settu strik í mótahald í gær, en í dag höldum við okkar striki og sjúmst hress og kát á Ávaxtamóti í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri á Fáskrúðsfirði.

Keppni hefst kl 12 en þátttakendur eru beðnir að mæta tímanlega.

Silfur og brons austur.

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum ætlað keppendum 15-22 ára fór fram síðustu helgi í Laugardalshöllinni. Þar kepptu 242 keppendur frá 18 félögum víðsvegar að af landinu. UÍA átti þar tvo keppendur Örvar Þór Guðnason og Daða Fannar Sverrisson.

Lesa meira

Björgvin Stefán íþróttamaður Leiknis 2011

 

Margt var um manninn á Sólarkaffi Leiknis síðastliðinn sunnudag. Þar komu Leiknismenn saman að venju, gæddu sér á veitingum og veittar voru viðurkenningar fyrir afrek ársins 2011.

Lesa meira

Vilhjálmur fyrstur í heiðurshöll ÍSÍ

Vilhjálmur Einarsson varð í dag fyrsti maðurinn til að vera tekinn inn í nýstofnaða heiðurshöll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Vilhjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok