Silfur og brons austur.

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum ætlað keppendum 15-22 ára fór fram síðustu helgi í Laugardalshöllinni. Þar kepptu 242 keppendur frá 18 félögum víðsvegar að af landinu. UÍA átti þar tvo keppendur Örvar Þór Guðnason og Daða Fannar Sverrisson.

 

Þeir félagar stóðu sig vel að vanda Örvar hafnaði í 3. sæti í 200 m hlaupi og í 2. sæti í hástökk með stökki upp á 1,88 m, eftir spennandi keppni. Daði Fannar hafnaði í 5. sæti í kúluvarpi og 6. sæti í 60 m grindahlaupi.

Úrslit mótsins má finna hér á heimasíðu FRÍ.

Myndir af mótinu má finna hér á myndasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns, en myndin hér til hliðar er fengin þaðan.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok