UÍA hlýtur styrk frá Menningarráði Austurlands

Menningarráð Austurlands stykir á ári hverju ótal stofnanir, samtök og einstaklinga til góðra verka á sviði lista og menningar. Afhending styrkja fór fram í Snæfellsstofu í gær, með mikilli viðhöfn. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpaði samkomuna og afhenti styrkina. UÍA hlaut einn þeirra vegna verkefnisins  ,,Á ég að segja þér sögu?" Námskeið í frásagnalist fyrir börn og unglinga, sem sambandið mun halda nú á næstu mánuðum.

Námskeiðið mun heimsækja að minnsta kosti sex þéttbýliskjarna á Austurlandi, en Berglind Agnarsdóttir sagnaþula mun þar kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í frásagnarlist og segja sögur af sinni alkunnu snild.

Ráðherra, sem og fleirum, var tíðrætt um hina miklu grósku sem er í austfirsku lista- og menningarlífi og báru verkefnin, sem styrki hlutu í gær, þess glöggt vitni.

Á efri myndinni má sjá framkvæmdastjóra UÍA taka við styrknum úr hendi ráðherra og á þeirri neðri má sjá alla styrkhafa saman komna.

Ragnar Sigurðsson, ritstjóri Austurgluggans tók myndirnar.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok