Frjálsíþróttasamband Íslands hefur fært MÍ 15-22 ára sem vera átti um miðjan janúar yfir þá helgina sem Meistaramót UÍA átti að fara fram 4. febrúar.
Meistaramót UÍA fyrir 11 ára og eldri verður af þessum sökum laugardaginn 28. janúar í Fjarðahöllinni og Ávaxtamót UÍA færist til um einn dag og verður sunnudaginn 29. janúar í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði.
Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 750 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Austurlandi óskipt til barna- og unglingastarfs UÍA. Sprettur sporlangi nýtti tækifærið í morgunn og sendi eina gleðigjöf af stað með Landflutningum.
Frjálsíþróttaráð UÍA í samstarfi við FRÍ efnir til æfingabúða á Egilsstöðum helgina 7.-8. janúar 2012. Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari með meiru, mun heimsækja okkur, stjórna æfingum og halda fyrirlestur. Óðinn Björn sigraði m.a. í kúluvarpi á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein í sumar með kasti uppá 19,73 m. Æfingabúðirnar eru ætlaðar öllum krökkum 11 ára og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum.
Sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður hafa samið við Skíðafélagið í Stafdal SKÍS um rekstur skíðasvæðisins. Miklar væntingar eru um skíðasvæðið til framtíðar enda býður umhverfið og landslagið upp á að þar verði mikil paradís fyrir vetraríþróttir – bæði fyrir keppnisfólk og almenna notendur.
Nú um helgina verður spennandi körfuknattleiksrimma í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Þá sækja Ísfirðringar, sem trjóna á toppi 1. deildar í körfuknattleik karla, Hött heim en okkar menn eru í öðru sæti deildarinnar. Leikið verður í kvöld 2. desember kl 20:00 og á morgunn laugardaginn 3. desember kl 15:00.
Hattarmenn mæta vígreifir til leiks og staðráðnir í að verja sinn heimavöll. Við hvetjum alla til að mæta á pallana og styðja Hött til sigurs.
70 ára afmælis UÍA var minnst með margvíslegum hætti á árinu sem er að líða og þar á meðal með farand ljósmyndasýningu. UÍA fékk meðal annars til liðs við sig sjálfboðaliða i gegnum sjálfboðaliðaverkefni ÍSÍ og Vinnumálastofnunnar. Hlutverk sjálfboðaliðans var að skanna inn myndasafn sambandsins og var þar ærið verk fyrir höndum en mikið er til af myndum úr 70 ára sögu UÍA.
Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 750 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Austurlandi óskipt til barna- og unglingastarfs UÍA.
Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við barna- og unglingastarf á Austurlandi.
Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fór fram í Fjarðahöllinni síðastliðinn laugardag. Keppt var í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og þrístökki í flokkum stelpna og stráka 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Þátttaka hefði mátt vera betri en um 20 keppendur mættu til leiks. Gaman var þó að sjá hve þeir komu frá mörgum félögum en 6 félög áttu keppendur á mótinu.