Opið hús hjá Kaj í kvöld

Í tilefni af Dögum myrkurs ætla kajakmenn hjá Kajakklúbbnum Kaj að opna dyr Þórsskúrs kl 20:00 í kvöld og bjóða gesti og gangandi velkomna.

Lesa meira

Frjálsíþróttafólk í fremstu röð.

Þrír frjálsíþróttamenn Hattar hafa á þessu ári náð lágmörkum Frjálsíþróttasambands Íslands sem þarf til að komast í úrvalshóp sambandsins.

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti í dag.

Í dag, 8. nóvember er opinber baráttudagur gegn einelti. Velferðar-, Fjármála- og Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt fjölmörgum félagasamtökum koma að deginum með einum eða öðrum hætti.

Lesa meira

Austfirskur skákmaður á farandsfæti

Bjarni Jens Kristinsson tvítugur austfirskur skákmaður fékk nú á dögnum úthlutað 100.000 kr styrk úr Afreks- og fræðslusjóði UÍA.

Bjarni Jens hefur verið í fremstu röð hér heima og keppti m.a. fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti 18 ára og yngri í Tyrklandi árið 2009. Þar ákvað Bjarni Jens að setja markið á stórmeistaratiltilinn og ferðast hann nú um Evrópu með það að markmiði að verða atvinnumaður í skák.

Lesa meira

Er byggðavandi skortur á félagsþroska?

 

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 25 ára afmæli sitt í dag með málþingi þar sem yfirskriftin er „Er byggðavandinn skortur á félagsþroska.“  Dagurinn hefst á aðalfundi félagsins klukkan 15:00 á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Málþingið sjálft hefst að honum loknum klukkan 16:30. Þar verður m.a erindi frá UÍA.

Lesa meira

Grunnskólinn á Fáskrúðsfirði heimsóttur

Krakkarnir í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hafa síðustu daga unnið af kappi ýmis verkefni tengd heilsueflingu og hreyfingu. Framkvæmdastýra UÍA heimsótti skólann af því tilefni og sagði frá starfi UÍA og hversu góðar og gefandi fjallgöngur geta verið.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok