Sundæfingabúðir á Höfn

Það hefur löngum verið gott samstarf milli sunddeilda innan UÍA og sunddeildar Sindra á Höfn. Næstu helgi bjóða þeir síðarnefndu upp á æfingabúiðir í sundi á Hornafirði og eru þátttakendur af starfssvæði UÍA hjartanlega velkomnir.

Lesa meira

Verndum þau, námskeið um barnavernd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samvinnu við Æskulýðsvettvanginn heldur námskeiðið Verndum þau námskeið á Austurlandi þann 11. október n.k.,kl 19, en námskeið sem þessi hafa verið haldin víða um land á síðust misserum.

Lesa meira

Sprettur afrekssjóður UÍA og Alcoa

Umsóknarfrestur í Sprett Afrekssjóð UÍA og Alcoa rennur út á morgunn 7. október.

Hvetjum við íþróttafólk, þjáflar og íþróttafélög á sambandssvæði UÍA að nýta sér sjóðinn. Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublöð má finna hér á síðunni undir Sprettur.

Góðan Forvarnadag

Forvarnardagurinn 2011 er í dag, 5. október.

Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og með stuðningi Actavis. Í tilefni dagsins mun fulltrúar aðildarfélaga UÍA heimsækja flesta 9. bekki á Austurlandi, kynna netratleik sem settur hefur verið upp í tilefni dagsins og segja frá starfi sínu.

Lesa meira

Bólholtsbikarinn byrjar í október.

Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku í fyrra vetur höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin naut miikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása aftur til leiks í Bólholtsbikarnum og nú fyrr en áður.

Lesa meira

Myndir af Unglingalandsmóti UMFÍ SUND

Ótal skemmtilegar myndir af keppni í sundi á ULM má nú finna hér í myndasafninu. Keppni í sund fór fram í sundlauginni á Egilsstöðum á laugardag og sunnudag um Verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Lágmörk Úrvalshóps UÍA í frjálsum íþróttum

Í fyrrahaust kom frjálsíþróttaráð UÍA á laggirnar Úrvalshópi í frjálsum íþróttum. Markmið hópsins er að styðja og styrkja iðkendur,14 ára og eldri, sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í frjálsum íþróttum.

Lesa meira

Myndir af Unglingalandsmóti FIMLEIKAR

Myndasafnið hér á síðunni skartar nú myndum af glæsilegum keppendum í fimleikum á ULM.

Var nú í fyrsta skipti keppt í fimleikum á ULM og hafði Auður Vala Gunnarsdóttar sérgreinastjóri veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd mótsins.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok