Mótaskrá í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA hittist á dögunum og skipulagði mót vetrarins. Verða þau sem hér segir:

26. nóvember Stigamót fyrir 11 ára og eldri í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Keppt í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og þrístökki.

28. janúar Ávaxtamót UÍA fyrir 10 ára og yngri í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Keppt í spretthlaupi, langstökki án atrennu, boltakasti og þrautaboðhlaupi.

4. febrúar Meistaramót UÍA 11 ára og eldri í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Keppt í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og hringhlaupi.

24. mars Stigamót fyrir 11 ára og eldri í íþróttahúsinu á Neskaupstað. Keppt í kúluvarpi, hástökki, þrístökki án atrennu og langstökk á atrennu.

Á Stigamótum safna keppendur stigum í hverri grein þar sem fyrsta sæti gefur 6 stig, annað sæti fimm og þannig koll af kolli. Stigahæsti einstaklingur í hverjum flokki fæ verðlaun í lok hvors móts fyrir sig.

Vonumst við til að sjá sem flesta á mótum vetrarins en þar eru allir velkomnir og keppendur þurfa ekki að hafa æft frjálsar til að geta verið með.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok