Eftir Unglingalandsmót erum við ekki aðeins reynslunni ríkari og eigum fjölda góðra minninga, heldur á sambandið þúsundir skemmtilegra ljósmynda af mótinu.
Á næstu vikum mun hluti þessara mynda birtast í myndasafninu hér á síðunni og nú þegar eru komnar inn myndir af danskeppni ULM.
Brynjar Gauti Snorrason og Daði Fannar Sverrisson urðu um helgina Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum í spjótkasti. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára var haldið á Akureyri.
Spretts Sporlangamótið í frjálsum íþróttum fór fram á Vilhjálmsvelli 12. ágúst síðastliðinn. Þar gafst krökkum 10 ára og yngri kostur á að reyna með sér í boltakasti, spretthlaupi, langstökki, 400 m hlaupi og þrautabraut.
Skrifstofa UÍA verður lokuð til 1. september. Þangað til verður hægt að ná í sambandið á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 848-1981.
Ólafur Bragi Jónsson, ökuþór frá Egilsstöðum, varð nýverið Íslandsmeistari í torfæruakstri í annað sinn. Ólafur Bragi tók þátt í þremur keppnum í sumar og vann þær allar.
Hinn ungi og efnilegi Nökkvi Bernharðsson hefur tekið saman myndband frá Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum. Í myndbandinu eru sýndar svipmyndir frá öllum helstu keppnisstöðunum og skemmtunum. Myndbandið er hægt að sjá hér á YouTube.