Fimm frá UÍA á landsmóti 50+

Fimm keppendur UÍA tóku þátt í landsmóti eldri ungmennafélaga sem haldið var í fyrsta sinn á Hvammstanga um Jónsmessuhelgina.

Lesa meira

Magnaður miðvikudagur framundan samæfing og annað mót UÍA og HEF

Í nógu verður að snúast hjá frjálsíþróttafólki á miðvikudaginn 20 júlí.  Klukkan 16:00 verður frjálsíþróttasamæfing á Vilhjálmsvelli fyrir keppendur UÍA sem stefna á þátttöku á ULM, þar verða m.a. skipaðar þær boðhlaupssveitir sem UÍA teflir fram á ULM.

Klukkan 18:00 hefst á vellinum annað mótið í mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum.

Lesa meira

Landsbankinn styrkir barna- og unglingastarf Hattar

Nýverið undirrituðu Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum samstarfssamning milli félaganna tveggja. Með samningnum verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum barna og unglingastarfs Hattar á Egilsstöðum.

Lesa meira

Sprettur Sporlangi gerir griðasamning

Hreindýrið Sprettur Sporlangi, lukkudýr UÍA, undirritaði í morgun samning við Umhverfisstofnun sem gefur honum grið frá hreindýraveiðum. Hreindýraveiðitímabilið hófst á miðnætti og stendur fram í miðjan september. Sprettur hlakkar mikið til að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og telur samninginn mikilvægan til að tryggja öryggi sitt.

Lesa meira

Dagskrá Unglingalandsmótsins tilbúin

Dagskrá Unglingalandsmótsins sem verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina er tilbúin. Sléttar tvær vikur eru í að hún byrji. Umfangsmikil skemmtidagskrá verður í bænum fyrir utan íþróttakeppnina.

Lesa meira

Fimm fyrirtæki styrkja yngri flokka Fjarðabyggðar

Í dag var undirritað samstarfsyfirlýsing Síldavinnslunnar hf, Alcoa Fjarðaáls hf. Launafls ehf., Olíverzlunar Íslands hf.,  Eskju hf., SÚN og yngri flokka Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Undirritað var í Veiðiflugunni á Reyðarfirði, en aðilar yfirlýsingarinnar skuldbinda sig að vinna saman að því að efla tækifæri barna og unglinga í Fjarðabyggð til að æfa og leika knattspyrnu með sem bestri umgjörð.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok