Dagskrá Unglingalandsmótsins tilbúin

Dagskrá Unglingalandsmótsins sem verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina er tilbúin. Sléttar tvær vikur eru í að hún byrji. Umfangsmikil skemmtidagskrá verður í bænum fyrir utan íþróttakeppnina.

Á meðal þeirra sem ætla að koma austur og skemmta gestum eru Bogomil Font, Ingó og veðurguðirnir, hljómsveitin Í svörtum fötum og Jón Jónsson. Heimamenn koma einnig myndarlega inn í dagskrána. DJ Ívar Pétur tryllir lýðinn, Bjartmar Guðlaugsson heldur uppi stuðinu í tjaldinu og  Creedance Traveling Band tekur lagið.

Í dag eru sléttar tvær vikur í að dagskráin hefjist. Fimmtudaginn 28. júní verður tekið á móti gestum og haldin kvöldvaka í risatjaldinu sem staðsett verður við sundlaugina.

Fjölbreytt afþreying verður í boði á mótinu eins og ratleikir, gönguferðir, sögustundir fyrir yngstu börnin, leiktæki, íþróttaþrautir, spurningakeppni og fjölbreytt tónlistar og leikatriði.

Dagskrána í heild sinni má sjá á ULM.is

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok