Tíu dagar eftir af skráningu á Unglingalandsmótið

Tíu dagar eru þar til skráningu keppenda á unglingalandsmótið lýkur. Keppendur UÍA njóta sérkjara á mótið.

Öll skráning fer fram á www.ulm.is. Mótsgjaldið er 6.000 krónur. Keppendur UÍA greiða aðeins 2.000 krónur og fá óvæntan glaðing frá sambandinu. Skráningargjaldið er ýmist hægt að greiða á netinu eða þegar keppnisgögn eru sótt.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 24. júlí. Það eru því aðeins tíu dagar til stefnu.

Einstaklingar eru skráðir til þátttöku í mótið en menn geta tekið sig saman og myndað lið inni í skráningarkerfinu. Við hvetjum menn til að skrá lið sín undir nafni UÍA en bæta frekar við endingum til aðgreiningar (t.d. UÍA-Höttur, UÍA-Þróttur o.s.frv.)

Skrifstofa UÍA veitir allar nánari upplýsingar í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok