250 þúsund króna afmælisgjöf frá Fjarðabyggð

 

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. júlí að styrkja UÍA um 250.000 krónur í tilefni af sjötíu ára afmæli sambandsins og unglingalandsmótinu sem sambandið hýsir á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

 

Styrkurinn var formlega afhentur í afmælisveislu UÍA sem haldin var á laugardag. Það var Gunnar Jónsson, staðgengill bæjarstjóra, fyrrum gjaldkeri UÍA og formaður sundráðs sambandsins sem afhenti Elínu Rán Björnsdóttur, formanni UÍA styrkinn. Hann færði sambandinu einnig blómvönd og heillaóskir í tilefni afmælisins.

 

Gunnar lét þess jafnframt getið að styrkjamál sveitarfélagsins til UÍA yrðu tekin til rækilegrar skoðunar með jákvæðum hug við fjárhagsætlunargerð í haust.

UÍA þakkar Fjarðabyggð fyrir höfðinglega gjöf og stuðninginn í gegnum árin.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok