Neisti vann stigabikarinn í sundi þriðja árið í röð
Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi vann stigabikar Sumarhátíðar í sundi þriðja árið í röð um helgina á Eskjumótinu. Sigurinn var meira að segja nokkuð öruggur þar sem Neisti fékk 568 stig en Þróttur, sem gerði harða atlögu að stigabikarnum í fyrra, 438 stig.
Besta afrek sveina 11-12 ára: Ásmundur Ólafsson, Neista
Besta afrek meyja 11-12 ára: Kamilla Marin Björgvinsdóttir, Neista
Besta afrek drengja 13-14 ára: Ari Stanislaw Daníelsson, Austra
Besta afrek telpna 13-14 ára: Hekla Liv Maríasdóttir, Þrótti
Besta afrek drengja 15-17 ára: Adrian Tomasz Daníelsson, Austra
Besta afrek stúlkna 15-17 ára: Þórunn Egilsdóttir, Þrótti