Fjórða og seinasta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og frjálsíþróttaráðs fór fram á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi. Keppt var í spretthlaupi, sleggjukasti og langstökki. Að mótinu loknu fengu stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki afhenta bikara fyrir afrek sumarsins.
Fjórða og seinasta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og UÍA í frjálsíþróttum verður haldið á Vilhjálmsvelli mánudaginn 22. ágúst klukkan 18:00. Keppt verður í langstökki, spretthlaupi og sleggjukasti.
Frjálsíþróttaráð UÍA stendur þriðjudaginn 16. ágúst fyrir Spretts Sporlangamótinu í frjálsíþróttum fyrir tíu ára og yngri. Mótið fer fram á Vilhjálmsvelli og hefst klukkan 17:00.
Boltafélag Norðfjarðar (BN) vann í gærkvöldi Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar (KAH) í úrslitaleik bikarkeppni Launafls og UÍA í knattspyrnu. Vítakeppni þurfti til annað árið í röð. Norðfirðingar fögnuðu ákaft í lokin enda hefur lið þeirra orðið í öðru sæti keppninnar undanfarin fimm ár.
Undanúrslit Launaflsbikarsins fara fram sunnudaginn 14. ágúst. Skrifstofa UÍA úrskurðaði í dag í tveimur kærumálum vegna leiks í lokaumferð Launaflsbikarsins.
Seinasta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og UÍA fer fram á Vilhjálmsvelli á mánudagskvöld. Að mótinu loknu verður stigahæsti einstaklingurinn í hverjum aldursflokki verðlaunaður. Hér má sjá stöðuna fyrir seinasta mótið.
Boltafélag Norðfjarðar og Knattspyrnuakademía Hornafjarðar mætast í úrslitum Launaflsbikarsins í knattspyrnu. Leikurinn verður á Fellavelli sunnudaginn 21. ágúst klukkan 18:00.