Verðlaun afhent að loknu seinasta greinamótinu

Fjórða og seinasta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og frjálsíþróttaráðs fór fram á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi. Keppt var í spretthlaupi, sleggjukasti og langstökki. Að mótinu loknu fengu stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki afhenta bikara fyrir afrek sumarsins.

Lesa meira

Síðasta mótið í mótaröð HEF og UÍA

 

Fjórða og seinasta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og UÍA í frjálsíþróttum verður haldið á Vilhjálmsvelli mánudaginn 22. ágúst klukkan 18:00. Keppt verður í langstökki, spretthlaupi og sleggjukasti.

Lesa meira

Spretts Sporlangamótið í frjálsíþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA stendur þriðjudaginn 16. ágúst fyrir Spretts Sporlangamótinu í frjálsíþróttum fyrir tíu ára og yngri. Mótið fer fram á Vilhjálmsvelli og hefst klukkan 17:00.

Lesa meira

Loksins vann BN Launaflsbikarinn: Vítakeppni annað árið í röð

Boltafélag Norðfjarðar (BN) vann í gærkvöldi Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar (KAH) í úrslitaleik bikarkeppni Launafls og UÍA í knattspyrnu. Vítakeppni þurfti til annað árið í röð. Norðfirðingar fögnuðu ákaft í lokin enda hefur lið þeirra orðið í öðru sæti keppninnar undanfarin fimm ár.

Lesa meira

UMFB vann SE Spark

Ungmennafélag Borgarfjarðar vann SE Spark, knattspyrnumót sem haldið var í tilefni 85 ára afmælis Samvirkjafélags Eiðaþinghár á Eiðum á laugardag.

Lesa meira

Staðan í mótaröð HEF

Seinasta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og UÍA fer fram á Vilhjálmsvelli á mánudagskvöld. Að mótinu loknu verður stigahæsti einstaklingurinn í hverjum aldursflokki verðlaunaður. Hér má sjá stöðuna fyrir seinasta mótið.

Lesa meira

BN og KAH í úrslitum Launaflsbikarsins

Boltafélag Norðfjarðar og Knattspyrnuakademía Hornafjarðar mætast í úrslitum Launaflsbikarsins í knattspyrnu. Leikurinn verður á Fellavelli sunnudaginn 21. ágúst klukkan 18:00.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok