Þokukennd ævintýraferð á Grænafell

Fölskvalausir fagnaðarfundir urðu á Grænafelli síðastliðið föstudagskvöld er Fjarðamenn og Héraðsmenn mættust þar í svarta þoku, en UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Náttúrustofu Austurlands stóðu fyrir göngu á fellið í tilefni af degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira

Myndir af Unglingalandsmóti UMFÍ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR

Ótal skemmtilegar myndir af frjálsíþróttakeppni ULM eru nú komnar hér í myndasafnið.

Keppni hófst í blíðskaparveðri á föstudagsmorgunn og lauk, ekki í alveg jafn góðu veðri, á sunnudagseftirmiðdag. Ríflega 600 keppendur voru skráðir til leiks frá 27 íþróttafélögum og héraðssamböndum, hvaðanæva að, meira að segja mættu nokkrir Grænlendingar til leiks og léðu keppninni alþjóðlegan blæ.

Lesa meira

Landsmót á Austurlandi aftur næsta sumar?

Nú á næstu dögum mun UMFÍ velja mótsstað fyrir Landsmót 50+, sem halda á í annað sinn næsta sumar. Ekki er laust við að UÍA fylgjast spennt með en Fjarðabyggð sótti um að halda mótíð í samvinnu við UÍA.

Lesa meira

Myndir af 14. Unglingalandsmóti UMFÍ GOLF

Myndir af keppendum í golfi á ULM má nú berja augum í myndasafninu hér á síðunni.

Golfkeppnin fór fram í blíðskaparveðri á Ekkjufellsvelli, föstudaginn 29. júlí. Golfarar víða að tóku þátt en alls voru 62 keppendur skráðir í mótið.

Lesa meira

Ganga á Grænafell

Dagur íslenskrar náttúru er nú á föstudaginn 16. september, af því tilefni ætlar UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Náttúrustofu Austurlands að efna til fjölskyldugöngu á Grænafell, sem var valið fjall UÍA í gögnuverkefninu Fjölskyldan á fjallið 2011.

Lesa meira

Myndir af Unglingalandsmóti SKÁK

Myndir af skákkeppni ULM eru nú komnar í myndasafnið hér á síðunni.

Keppni í skák fór fram í Egilsstaðaskóla sunnudaginn 31. júlí. Skákmaðurinn knái Sverri Gestsson sérgreinastjóri sá til þess að þeir 28 keppendur sem tóku þátt áttu góða og skemmtilega keppni við skákborðin.

Lesa meira

Myndir af Unglingalandsmóti GLÍMA

Myndir af glímukeppni ULM eru nú komnar inn í myndasafn hér á síðunni.

Glímukeppninn fór fram á sunnudeginum 31. júlí á Vilhjálmsvelli og mættu 33 keppendur víðsvegar af að landinu til leiks. Ágætis veður
var, skýjað og svolítill gustur, keppni gekk vel en fjöldi áhorfenda fylgdist með henni og skemmti sér hið besta. Þóroddur Helgason sérgreinastjóri stýrði mótinu af alkunnum myndarbrag.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok