Myndir af Unglingalandsmóti SKÁK

Myndir af skákkeppni ULM eru nú komnar í myndasafnið hér á síðunni.

Keppni í skák fór fram í Egilsstaðaskóla sunnudaginn 31. júlí. Skákmaðurinn knái Sverri Gestsson sérgreinastjóri sá til þess að þeir 28 keppendur sem tóku þátt áttu góða og skemmtilega keppni við skákborðin.

 

Keppt var í tveimur aldurshópum 11-14 ára og 15-18 ára og nú í fyrsta sinn í tveimur flokkum þ.e. opnum flokki og aðalflokki. Opni flokkurinn var ætlaður minna reyndum keppendum og dugði þar dável að kunna bara mannganginn. Þar voru telfdar sjö umferðir og allar án skákklukkna.

Aðalflokkurinn var ætlaður reyndari skákkeppendum sem víluðu ekki fyrir sér að nýta skákklukkur og fylgja almennum skákreglum. Auðséð var á tilþrifum þeirra að þar kunnu menn ýmislegt fyrir sér í skáklistinni.

UÍA átti drjúgan hluta keppenda eða 11 í aðalflokki og 7 í opnum flokki. Okkar fólk stóð sig með prýði og hömpuðu fjórir Unglingalandsmótsmeistara titilum og sex fengu silfur- eða bronspeninga um hálsinn í lok keppnisdags. Þau María Elísabet Hjarðar og Daníel Fannar Einarsson sigrðuðu í opnum flokki, Emma Líf Jónsdóttir varð hlutskörpust í aðalflokki 15-18 ára stúlkna og Ásmundur Hrafn Magnússon í aðalflokki 15-18 ára drengja.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Óskum við skákfólkinu okkar til hamingju með góðan árangur og glæsilega þátttöku.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok