Landsmót á Austurlandi aftur næsta sumar?
Nú á næstu dögum mun UMFÍ velja mótsstað fyrir Landsmót 50+, sem halda á í annað sinn næsta sumar. Ekki er laust við að UÍA fylgjast spennt með en Fjarðabyggð sótti um að halda mótíð í samvinnu við UÍA.
Aðrar kröfur eru gerðar til aðstöðu á þessu móti en öðrum Landsmótum. Íþróttamannvirki á Neskaupstað henta prýðilega fyrir mótið og ekki spillir góð reynsla af Landsmótahaldi á Austurlandi fyrir. Það verður því spennandi að sjá hvernig fer.
Síðastliðið sumar fór Landsmót 50+ fram á Hvammstanga en þar kom saman fjöldi eldri ungmennafélaga, gladdist og reyndi með sér í ýmsum íþróttagreinum s.s. hestaíþróttum, badmintoni, blaki, frjálsum íþróttum og pútti.