Landsmót á Austurlandi aftur næsta sumar?

Nú á næstu dögum mun UMFÍ velja mótsstað fyrir Landsmót 50+, sem halda á í annað sinn næsta sumar. Ekki er laust við að UÍA fylgjast spennt með en Fjarðabyggð sótti um að halda mótíð í samvinnu við UÍA.

Aðrar kröfur eru gerðar til aðstöðu á þessu móti en öðrum Landsmótum. Íþróttamannvirki á Neskaupstað henta prýðilega fyrir mótið og ekki spillir góð reynsla af Landsmótahaldi á Austurlandi fyrir. Það verður því spennandi að sjá hvernig fer.

Síðastliðið sumar fór Landsmót 50+ fram á Hvammstanga en þar kom saman fjöldi eldri ungmennafélaga, gladdist og reyndi með sér í ýmsum íþróttagreinum s.s. hestaíþróttum, badmintoni, blaki, frjálsum íþróttum og pútti.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok