Ganga á Grænafell

Dagur íslenskrar náttúru er nú á föstudaginn 16. september, af því tilefni ætlar UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Náttúrustofu Austurlands að efna til fjölskyldugöngu á Grænafell, sem var valið fjall UÍA í gögnuverkefninu Fjölskyldan á fjallið 2011.

 

Gengið verður upp beggja vegna fjallsins og hittast hóparnir á toppnum.  Reyðafjarðarfjarðarmegin verður farið frá Grænafellsvelli kl 17:00 og mun Þóroddur Helgason vísa veginn. Héraðsmegin geta gönguhrólfar valið um tvo kosti. Annarsvegar að leggja af stað frá sæluhúsinu á Fagradal kl 16:15 eða slást í hópinn við bílastæðið við Fagradalsá kl 17:00, Guðrún Sóley Guðmundsdóttir mun sjá til þess að sá hópur rati rétta leið á toppinn. Þar munu hóparnir hittast, gæða sér á nesti, bregða á leik með góðum gesti, jafnvel taka lagið og rita nöfn sín í gestabók sem trjónir á toppi fellsins. Skarphéðinn Þórisson sérfræðingur á Náttúrustofu Austurlands mun fræða göngufólk um það sem fyrir augu ber.

Gangan er ætluð öllum og verður hraðinn miðaður við það, auðveldast er að ganga frá bílastæðinu við Fagradalsá en leiðin frá Grænafellsvelli er ögn brattari, en þó auðgeng. Áætlað er að gangan á toppinn taki um ein og hálfa klukkustund. Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig skynsamlega og taka með sér nestisbita.

Vonumst við að sjá sem flesta.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok