Úrslit úr frjálsíþróttum á Sumarhátíð 2011

Úrslit úr Samkaupamótinu í frjálsíþróttum sem haldið var á Sumarhátíð UÍA liggja nú fyrir. Þar var það Höttur sem vann stigakeppni í báðum flokkum með yfirburðum og fékk alls yfir 1000 stig. Keppendur voru yfir 200 talsins og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2006.

Lesa meira

Neisti vann stigabikarinn í sundi þriðja árið í röð

Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi vann stigabikar Sumarhátíðar í sundi þriðja árið í röð um helgina á Eskjumótinu. Sigurinn var meira að segja nokkuð öruggur þar sem Neisti fékk 568 stig en Þróttur, sem gerði harða atlögu að stigabikarnum í fyrra, 438 stig.

Lesa meira

Sprettur Sporlangi skal dýrið heita

Nýtt lukkudýr UÍA var kynnt til sögunnar á 70 ára afmælishátíð sambandsins um seinustu helgi. Þar voru jafnframt kynnt úrslit úr nafnasamkeppni en dýrið hlaut heitið Sprettur Sporlangi.

Lesa meira

Úrslit úr strandblaki á Sumarhátíð 2011

Strandblakskeppnin á Sumarhátíð UÍA 2011 var alþjóðleg að þessu sinni en færeyska blakfélagið Fleyr, sem er í heimsókn í Neskaupstað þessa vikuna, mætti þangað með fríðan flokk sem nældi sér í þó nokkur verðlaun. Mikið var í húfi enda talað um flestar viðureignirnar sem óformlega landsleiki Íslands og Færeyja á Austurgluggamótinu í strandblaki. Úrslitin urðu sem hér segir:

Lesa meira

250 þúsund króna afmælisgjöf frá Fjarðabyggð

 

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. júlí að styrkja UÍA um 250.000 krónur í tilefni af sjötíu ára afmæli sambandsins og unglingalandsmótinu sem sambandið hýsir á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

 

Lesa meira

Úrslit golfmóts Sumarhátíðar 2011

Sex þátttakendur voru skráðir til leiks á golfmóti Sumarhátíðar sem fram fór á föstudag. Það hefur fylgt hátíðinni frá árinu 2006 en Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs heldur utan um mótið á Ekkjufellsvelli. Leikið var eftir punktakerfi.

Lesa meira

Leikir á knattspyrnumóti Sumarhátíðar 2011

 

Búið er að raða niður leikjum á knattspyrnumóti Sumarhátíðar sem fram fer á æfingasvæðinu ofan við Vilhjálmsvöll á morgun, laugardaginn 9. júlí. Leikið verður í sjötta og sjöunda flokki, tvöföld umferð í báðum. Leiktíminn verður tvisvar sinnum sex mínútur.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok