Fullt af verðlaunapeningum heim frá Laugum

Tíu af ellefu keppendum UÍA á Sumarleikum HSÞ sem fram fóru á Laugum fyrstu helgina í júlí komu heim með verðlaunapeninga um hálsinn.

Daði Þór Jóhannsson úr Leikni Fáskrúðsfirði vann gullverðlaun í 60 metra hlaupi og langstökki en hann stóð einnig á palli í 600 metra hlaupi, hástökki og boltakasti í flokki 10-11 ára pilta.

Andri Björn Svansson vann til gullverðlauna í 60 metra hlaupi og varð annar í langstökki og 600 metra hlaupi í flokki 9 ára og yngri.

Atli Pálmar Snorrason kom heim með fimm verðlaunapeninga fyrir 60 metra grindahlaup, 800 metra hlaup, 60 metra spretthlaup, hástökk og langstökk í flokki 12-13 ára pilta.

Hrefna Ösp Heimisdóttir vann til þrennra gullverðlauna í 400 metra hlaupi, spjótkasti og langstökki stúlkna 12-13 ára auk verðlauna í sleggjukasti, 800 metra hlaupi og 60 metra hlaupi.

Helga Jóna Svansdóttir keppti í sama flokki. Hún vann 60 metra og 200 metra hlaupin og komst á pall í 60 metra grindahlaupi og langstökki.

Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir vann til gullverðlauna í 400 og 1500 metra hlaupum í flokki stúlkna 15-16 ára. Að auki vann hún til verðlauna í 100 og 200 metra hlaupum, 100 og 300 metra grindahlaupum, hástökki, langstökki og þrístökki, alls níu verðlaun.

Sem svo oft áður var Daði Fannar Sverrisson sigursæll í kastgreinum en hann sigraði í spjótkasti, kringlukasti, kúluvarpi, sleggjukasti og 100 metra grindahlaupi. Til viðbótar fékk hann verðlaun í 100 og 400 metra hlaupi í flokki 14-15 ára.

Andri Fannar Helgason varð annar í boltakasti 10-11 ára hnokka og í spjótkasti. Bróðir hans, Einar Bjarni Helgason, varð annar í spjótkasti 12-13 ára stráka.

Atli Geir Sverrisson varð annar í sleggjukasti 12-13 ára og Magnea Heimisdóttir keppti í flokki 10-11 ára stúlkna.

Úrslit mótsins má finna á fri.is.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok