Fyrsti dagur frjálsíþróttaskólans að baki

 

Fyrsta kennsludegi Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ, sem UÍA heldur á Egilsstöðum, er lokið. Hraustlega var tekið á strax í byrjun þótt dagurinn byrjaði ekki fyrr en um hádegið.

 

Lesa meira

Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum

Í sumar mun frjálsíþróttaráð UÍA með dyggum stuðningi frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella standa fyrir fjögurra móta mótaröð í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli.

Lesa meira

Meðan fæturnir bera mig.

 

Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, hljóp með hlaupurum í áheitahlaupinu „Meðan fæturnir bera mig“ þegar þeir komu inn í Skriðdal í morgun. Hlaupararnir hlaupa hringinn í kringum Ísland til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir Frjálsíþróttaskóla í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ sem haldinn verður á Egilsstöðum í næstu viku stendur nú sem hæst. Eins og nafnið ber með sér er aðaláherslan lögð á að kynna hinar fjölbreyttu greinar frjálsíþrótta.

 

Lesa meira

Leikjadagskrá Launaflsbikarsins 2011

Bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu hefst á sunnudag. Forráðamenn félaganna hittust á fundi í gærkvöldi og komu sér saman um fyrirkomulag keppninnar í ár. Eitt nýtt lið, Knattspyrnuakademía Hornafjarðar, mætir til leiks í ár.

 

Lesa meira

Bílaverkstæði Austurlands styrkir farandþjálfum UÍA

Bílaverkstæði Austurlands (BVA), umboðsaðili Toyota, er aðalstyrktaraðili farandþjálfunar UÍA sumarið 2011. BVA leggur UÍA til bíl í verkefnið en búast má við að þjálfarinn leggi þúsundir kílómetra að baki í sumar.

 

Lesa meira

Dómaranámskeið í knattspyrnu

 

UÍA og KSÍ standa fyrir dómaranámskeiði í knattspyrnu í Grunnskólanum á Egilsstöðum miðvikudagskvöldið 15. júní klukkan 20:00. Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, kennir á námskeiðinu sem tekur rúmar tvær klukkustundir. Þátttakendur öðlast unglingadómararéttindi eftir skriflegt próf í næstu viku.

 

Lesa meira

Kvennahlaupið á besta degi sumarsins

Hundruðir kvenna um allt Austurland tóku þátt í kvennahlaupinu sem fram fór á laugardag. Sólin skein á hlýjasta degi sumarsins, eiginlega þeim eina til þessa en mörgum þykir þægilegra að hlaupa í svalara loftslagi.

 

 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok