Fyrsti dagur frjálsíþróttaskólans að baki

 

Fyrsta kennsludegi Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ, sem UÍA heldur á Egilsstöðum, er lokið. Hraustlega var tekið á strax í byrjun þótt dagurinn byrjaði ekki fyrr en um hádegið.

 

Nemendurnir ellefu mættu í Ný-ung á Egilsstöðum eftir hádegið en það er dvalarstaður þeirra þessa vikuna. Reyndar koma menn ekki þangað inn nema rétt til að borða og sofa.

Á æfingunum er hópnum skipt í tvennt. Hildur Bergsdóttir, skólastýra, er með annan hópinn en gestakennari sér um hinn. Fyrsti gestakennarinn í ár var Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, en hún kenndi spjótkast. Hildur þjálfaði krakkana í langstökki á meðan.

Í kaffinu bauð Didda, matráðskona, upp á pönnukökur sem runnu ljúflega niður.

Eftir kaffið var farið í strandblak en í Egilsstaði eru nú komnir tveir strandblakvellir sem notaðir verða á Unglinglandsmótinu í sumar. Hera Ármannsdóttirkenndi grunntökin í strandblakinu.

Ekki voru allar æfingar búnar enn. Næst kom Anna Katrín Svavarsdóttir, hástökkvari frá Reyðarfirði, og kenndi síðan uppáhaldsgrein. Hildur þjálfaði spretthlaup á meðan.

Eftir kvöldmatinn var farið í sund. Hraustlega var því tekið á því fyrsta daginn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok