Bílaverkstæði Austurlands styrkir farandþjálfum UÍA
Bílaverkstæði Austurlands (BVA), umboðsaðili Toyota, er aðalstyrktaraðili farandþjálfunar UÍA sumarið 2011. BVA leggur UÍA til bíl í verkefnið en búast má við að þjálfarinn leggi þúsundir kílómetra að baki í sumar.
Það er Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, sem þjálfar en verkefnið að þessu sinni er hluti af undirbúningi UÍA fyrir Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mikilvægt er að byggja upp öflugt lið sem verður fjórðungnum til sóma.
Það endurspeglast í dreifingu þeirra félaga sem nýta sér þjálfunina en meðal þeirra eru Þróttur, Einherji, Þristur, Valur og Súlan.
Mynd: Markús Eyþórsson hjá BVA afhendir Hildi lyklana að UÍA-reiðinni.