Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum
Í sumar mun frjálsíþróttaráð UÍA með dyggum stuðningi frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella standa fyrir fjögurra móta mótaröð í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli.
Mótin eru ætluð keppendum 11 ára og eldri og verður keppt í eftirfarandi flokkum; 11 ára strákar og stelpur, 12-13 ára strákar og stelpur, 14-15 ára strákar og stelpur og 16 ára og eldri karlar og konur.
29. júní keppt í spjótkasti, þrístökki og grindahlaupi (60/80/100/110 m).
20. júlí keppt í langstökki, kúluvarpi og 400 m hlaupi
10. ágúst keppt í hástökki,kringlukasti, 60/80/100 m spretthlaupi og 800 m hlaupi.
23. ágúst keppt í langstökki, sleggjukasti, 4x100 m boðhlaupi og hindrunarhlaupi.
Öll mótin hejfast kl 18.00.Þátttökugjald er 500 kr fyrir hvert mót, óháð greinafjölda.
Í gegnum mótaröðina safna keppendur stigum fyrir hverja grein með þeim hætti að sigurvegari í hverri grein hlýtur sex stig, sá sem hafnar í öðru sæti fimm stig og þannig koll af kolli. Í lok síðasta mótisins verða veitt verðlaun fyrir stigahæsta keppenda í hverjum flokki.
Skráning og nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353.