Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum

Í sumar mun frjálsíþróttaráð UÍA með dyggum stuðningi frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella standa fyrir fjögurra móta mótaröð í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli.

Mótin eru ætluð keppendum 11 ára og eldri og verður keppt í eftirfarandi flokkum; 11 ára strákar og stelpur, 12-13 ára strákar og stelpur, 14-15 ára strákar og stelpur og 16 ára og eldri karlar og konur.

29. júní keppt í spjótkasti, þrístökki og grindahlaupi (60/80/100/110 m).

20. júlí keppt í langstökki, kúluvarpi og 400 m hlaupi

10. ágúst keppt í hástökki,kringlukasti, 60/80/100 m spretthlaupi og 800 m hlaupi.

23. ágúst keppt í langstökki, sleggjukasti, 4x100 m boðhlaupi og hindrunarhlaupi.

Öll mótin hejfast kl 18.00.Þátttökugjald er 500 kr fyrir hvert mót, óháð greinafjölda.

Í gegnum mótaröðina safna keppendur stigum fyrir hverja grein með þeim hætti að sigurvegari í hverri grein hlýtur  sex stig, sá sem hafnar í öðru sæti fimm stig og þannig koll af kolli. Í lok síðasta mótisins verða veitt verðlaun fyrir stigahæsta keppenda í hverjum flokki.

Skráning og nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok