Úr vöndu að ráða í myndasamkeppni

 

Dómnefndin í myndasamkeppni UÍA hafði úr vöndu að ráða. Yfir 200 teikningar frá austfirskum grunnskólabörnum bárust í keppnina.

 

UÍA stóð í vetur fyrir teiknisamkeppni nemenda í 1. - 4. bekk í austfirskum grunnskólum. Þema keppninnar var „Íþróttir og ungmennastarf á Austurlandi.“

Fimm austfirskir myndlistarmenn skipuðu dómnefndina þau Anna Bjarnadóttir, formaður, Ríkharður Valtingojer, Pétur Behrens, Susanne Neumann og Theodóra Alfreðsdóttir.

Dómnefndin kom saman í húsnæði UÍA á mánudag og valdi þar verðlaunamyndirnar. Átta myndir voru verðlaunaðar, tvær úr hverjum bekk. Verðlaunahöfum berast bréf um árangurinn á næstu dögum en úrslitin verða opinberuð í Snæfelli sem kemur út í lok mánaðarins.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok