Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4. júní á 84 stöðum hér á landi og 17 stöðum erlendis.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4. júní á 84 stöðum hér á landi og 17 stöðum erlendis.
Dagana 13. - 14. maí fóru sex krakkar úr Úrvalshóp UÍA í frjálsum, ásamt tveimur þjálfurnum, til Akureyrar í æfingabúðir.
Sérdeildin vann á sunnudag Bólholtsbikarinn í körfuknattleik eftir 54-53 sigur á Ásnum. Lokamínúturnar voru sannarlega spennandi þar sem sigurkarfan kom úr vítaskoti fimm sekúndum fyrir leikslok og liðsmenn Ássins fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki. Í leiknum um bronsið vann Austri 10. flokk Hattar með tuttugu stiga mun. Þar sáust samt glæsitilþrif á lokamínútunum.
Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á 61. sambandsþingi UÍA sem haldið var á Eskifirði þann 5. mars. Að auki var reglum sambandsins breytt á þann hátt að formannafundir verða felldir niður en sambandsþing haldið árlega. Einnig voru samþykktar breytingar á reglum um skiptingu lottótekna og nýjar reglur um val á íþróttamanni UÍA og úthlutunum úr afreksmannasjóði. Þær reglur má finna hér á vefnum undir "Um UÍA".
Listaverk frá ungum og upprennandi listamönnum hafa streymt inn í myndlistarsamkeppni UÍA, en lokadagur til að skila inn verkum var 20. maí. Ríflega 200 myndir bárust hvaðanæva af Austurlandi og ljóst að dómnefnd er ærið verk fyrir höndum að velja þau bestu úr enda mikið af fallegum og frumlegum myndum.
Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegra íþróttamanna og -kvenna á Austurlandi. Úthlutnarnefnd Spretts Afrekssjóðs UÍA og Alcoa hittist nú í byrjun maí og fór yfir þær 39 umsóknir sem bárust í vorúthlutun Spretts þetta árið.
Skíðafélagið í Stafdal er komið í sumarfrí. Vetrinum lauk með góðri ferð á Andrésar Andarleikana á Akureyri og að lokum uppskeruhátíð á Seyðisfirði.
Mótsstjórn fyrirhugaðs Unglingalandsmóts á Egilsstöðum hittist á fundi í gær þar sem samin var ný dagskrá mótsins vegna breyttra aðstæðna á mótsstað. Fundurinn fór fram í gegnum síma enda ómögulegt að komast til eða frá Egilsstöðum til fundahalda.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.