Ný dagskrá Unglingalandsmóts kynnt í ljósi aðstæðna

Mótsstjórn fyrirhugaðs Unglingalandsmóts á Egilsstöðum hittist á fundi í gær þar sem samin var ný dagskrá mótsins vegna breyttra aðstæðna á mótsstað. Fundurinn fór fram í gegnum síma enda ómögulegt að komast til eða frá Egilsstöðum til fundahalda.

Dagskrá 14. Unglingalandsmóts UMFÍ er því svohljóðandi:

Föstudagur:
08:00        Tekið á móti gestum við bæjarmörkin og þeim ekið á snjóbílum að Grunn- og menntaskólunum þar sem gisting er í boði. 
09:00        Keppni hefst í 10 km. skíðagöngu.
10:00        Bobsleðakeppni.
10:30        Fjörkálfaklúbbur: Snjókast við pabba og mömmu.
11:00        Ístölt á Lagarfljóti.
12:00        Keppendum boðið upp á heita súpu.
13:00        Allir keppendur hjálpast að við að moka snjó af helstu götum bæjarins
15:00        Boðið upp á heitt kakó.
16:00        Keppni í vélsleðaakstri.
17:00        Keppni í skautadansi í Tjarnargarðinum.
19:00        Keppendum boðið upp á heita máltíð.
20:00        Setningarathöfn í Valaskjálf.
22:00        Björgunarsveitarmenn fylgja keppendum heim í snjóstorminum.

Hittumst á Egilsstöðum!

Mynd: Útsýnið frá skrifstofu UÍA

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok