UÍA efndi nýverið til ljóðasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Ung og upprennandi ljóðskáld á Austurlandi hafa keppst við skriftir og árangurinn ekki látið á sér standa. Ríflega 100 ljóð um allt milli himins og jarðar, bárustu frá grunnskólanemum í 5.-10. bekk víðsvegar að af Austurlandi.
Nú standa yfir Vinabæjarleikar í boccia í íþróttahúsinu í Fellabæ, þar mæta keppendur Íþróttafélagsins Örvars, frændum sínum og vinum frá Runavik í Færeyjum.
UÍA í samstarfi við Unglingalandsmótsnefnd og KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði í körfuknattleik, sem fer fram áBrúarási laugardaginn 14. maí næstkomandi og hefst kl 11. Kennari á námskeiðinu verður Guðni Eiríkur Guðmundsson frá KKÍ.
Nú um helgina verður mikið um að vera hjá sundfólki á Austurlandi. Á morgunn föstudag efnir sundráð UÍA til æfingabúða og dómaranámskeiðs í sundi í sundlauginni á Neskaupstað. Markmið æfingabúðanna er meðal annars að styrkja tengsl milli sundiðkenda víðsvegar að af Austurlandi og leggja þannig grunninn að samhentu liði á ULM.
Formaður og framkvæmdastjóri UÍA hafa á síðustu misserum farið um Austurland og fundað með stjórnum aðildarfélaga sinna til að kynna starfsemi sambandsins og kynnast starfi aðildarfélaganna. Einn slíkur fundur var í gær á Gistiheimilinu á Egilsstöðum en þangað mættu stjórnarmenn í sex íþróttafélögum á Fljótsdalshéraði. Á Héraði má finna fljölbreytta flóru stórra og smárra íþrótta- og ungmennafélaga og framboð til íþróttaiðkunar fjölbreytt.
Síðastliðna helgi var í nógu að snúast hjá sundfólki á Austurlandi en þá stóð sundráð UÍA fyrir æfingabúðum, dómaranámskeiði og Vormóti í sundlauginni á Neskaupstað.
Úrslitakeppni Skólahreystis fór fram fyrir skemmstu. Lið Egilsstaðaskóla, sem sigraði Austurlandsriðil keppninnar, fór sem fulltrúar fjórðungsins og stóð sig fanta vel.