Frábær þátttaka í ljóðasamkeppni UÍA

UÍA efndi nýverið til ljóðasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Ung og upprennandi ljóðskáld á Austurlandi hafa keppst við skriftir og árangurinn ekki látið á sér standa. Ríflega 100 ljóð um allt milli himins og jarðar, bárustu frá grunnskólanemum í 5.-10. bekk víðsvegar að af Austurlandi.

Lesa meira

Dómaranámskeið í körfuknattleik

UÍA í samstarfi við Unglingalandsmótsnefnd og KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði í körfuknattleik, sem fer fram á Brúarási laugardaginn 14. maí næstkomandi og hefst kl 11. Kennari á námskeiðinu verður Guðni Eiríkur Guðmundsson frá KKÍ.

Lesa meira

Æfingabúðir og Vormót UÍA í sundi

Nú um helgina verður mikið um að vera hjá sundfólki á Austurlandi. Á morgunn föstudag efnir sundráð UÍA til æfingabúða og dómaranámskeiðs í sundi í sundlauginni á Neskaupstað. Markmið æfingabúðanna er meðal annars að styrkja tengsl milli sundiðkenda víðsvegar að af Austurlandi og leggja þannig grunninn að samhentu liði á ULM.

Lesa meira

Fundað með aðildarfélögum á Fljótsdalshéraði

Formaður og framkvæmdastjóri UÍA hafa á síðustu misserum farið um Austurland og fundað með stjórnum aðildarfélaga sinna til að kynna starfsemi sambandsins og kynnast starfi aðildarfélaganna. Einn slíkur fundur var í gær á Gistiheimilinu á Egilsstöðum en þangað mættu stjórnarmenn í sex íþróttafélögum á Fljótsdalshéraði. Á Héraði má finna fljölbreytta flóru stórra og smárra íþrótta- og ungmennafélaga og framboð til íþróttaiðkunar fjölbreytt.

Lesa meira

Sprækir sundkappar á Vormóti UÍA

Síðastliðna helgi var í nógu að snúast hjá sundfólki á Austurlandi en þá stóð sundráð UÍA fyrir æfingabúðum, dómaranámskeiði og Vormóti í sundlauginni á Neskaupstað.

Lesa meira

Egilsstaðaskóli í 5. sæti í Skólahreysti

Úrslitakeppni Skólahreystis fór fram fyrir skemmstu. Lið Egilsstaðaskóla, sem sigraði Austurlandsriðil keppninnar, fór sem fulltrúar fjórðungsins og stóð sig fanta vel.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok