Fjör og flottur árangur á Andrésarleikum
Andrésar Andarleikunum var slitið á föstudaginn en þetta árið voru þeir í seinna lagi þar sem Sumardaginn fyrsta bar upp á Skírdag. Þátttakendur frá Skíðafélaginu í Stafdal voru 38 og hlutu þeir samtals níu verðlaun, tvenn silfurverðlaun, tvenn bronaverðlaun og fimm í sætum 4-6.
Glæsilegur árangur sem Skíðafélagið í Stafdal er afar stolt af og besti árangur hingað til. Góður andi var í hópnum og stemmingin góð. Stjórn Skíðafélagsins vill þakka fararstjórum, nestisnefndum, skátahöfðingjum og öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning og skipulag auk öllum öðrum sem að mótinu komu.
Nánari upplýsingar frá leikunum má finna á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar og myndir af krökkunum í Skíðafélaginu í Stafdal má finna hér á heimasíðu félagsins.