Frábær þátttaka í ljóðasamkeppni UÍA

UÍA efndi nýverið til ljóðasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Ung og upprennandi ljóðskáld á Austurlandi hafa keppst við skriftir og árangurinn ekki látið á sér standa. Ríflega 100 ljóð um allt milli himins og jarðar, bárustu frá grunnskólanemum í 5.-10. bekk víðsvegar að af Austurlandi.

Verðlaun verða fyrir þrjú bestu ljóð í eftirfarandi flokkum: 5.-6. bekkur, 7.-8. bekkur og 9.-10. bekkur. Verðlaunahafar fá bókagjöf frá Bjarti bókaforlagi. Verðlaun verða afhent á Sumarhátíð UÍA 8.-10. júlí í sumar.

UÍA þakkar frábærar viðtökur og óskar dómnefndinni í ljóðklúbbnum Hása kisa góðs gengis og skemmtunnar við yfirlestur ljóðanna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok