Dómaranámskeið í körfuknattleik

UÍA í samstarfi við Unglingalandsmótsnefnd og KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði í körfuknattleik, sem fer fram á Brúarási laugardaginn 14. maí næstkomandi og hefst kl 11. Kennari á námskeiðinu verður Guðni Eiríkur Guðmundsson frá KKÍ. Námskeiðið er öllum opið og er m.a. hugsað til að auðvelda framkvæmd ULM í sumar, Bólholtsbikarsins næsta vetur og almennt styrkja mótahald og æfingar í körfuknattleik á Austurlandi. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og veitir réttindi sem körfuknattleiksdómari.
Skráningar fara fram á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok