Fjör og flottur árangur á Andrésarleikum

Andrésar Andarleikunum var slitið á föstudaginn en þetta árið voru þeir í seinna lagi þar sem Sumardaginn fyrsta bar upp á Skírdag. Þátttakendur frá Skíðafélaginu í Stafdal voru 38 og hlutu þeir samtals níu verðlaun, tvenn silfurverðlaun, tvenn bronaverðlaun og fimm í sætum 4-6.

Lesa meira

Austfirskir skíðakrakkar á Andrésarleikum

Hinir árlegu og sívinsælu Andrésar Andar leikar fara fram á Akureyri dagana 26.-29. apríl. Þar er nú föngulegur hópur austfirskra skíðakrakka 14 ára og yngri, sem þeysir niður brekkur Hlíðarfjalls. Óskum við krökkunum okkar góðs gengis og góðrar skemmtunar.

Lesa meira

Páskaeggjakeppnistímabilið í fullum gangi

Páskaegg eru hið mesta hnossgæti og því til mikils að vinna þegar þau eru á boðstólnum. Hin ýmsu íþróttafélög hafa nýtt sér páskaeggin sem verðlaunagripi á mótum og viðburðum að undanförnu og segja má því að nú sé yfirstandandi Páskaeggjakeppnistímabilið mikla.

Lesa meira

Skemmtileg mótaröð framundan hjá SKAUST

Hjá Skotfélagi Austurlands er viðburðarríkt sumar framundan en hvorki fleiri né færri en átta skotmót eru fyrirhuguð hjá félaginu í sumar.

Hér má sjá mót sumarsins hjá SKAUST og á heimasíðu félagsins má frá frekari upplýsingar um starfið þess.

Lesa meira

Þróttur Íslandsmeistari í blaki kvenna

Þróttur tryggði sér Íslandsmeistaratitil í blaki kvenna þegar liðið sigraði HK í þriðju viðureign liðanna sem fór fram í Neskaupstað í dag. Leikurinn var jafn og spennandi og hart barist um hvert stig.

Lesa meira

Blær á tölti

Hestamannafélagið Blær hélt Páskaeggjatöltmót um páskana í Dalahöllinni. Þátttaka var góð en keppt var í flokkum 16 ára og yngri og 17 ára og eldri.

Keppni varð víða jöfn og spennandi og urðu úrslit þessi:

Lesa meira

Ljóða- og myndlistasamkeppnir UÍA

Í tilefni af 70 ára afmæli Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA hefur verið ákveðið að efna til myndlistarsamkeppni milli grunnskólabarna í 1.-4. bekk og ljóðasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk í skólum á Austurlandi.

Hér fyrir neðan má finna frekari upplýsingar um keppnirnar og vonumst við til að sem flestir taki þátt.

Lesa meira

10. flokkur Hattar á ferð og flugi

Spennandi viðureignir eru framundan í Íslandsmóti yngri flokka í körfuknattleik, nú um helgina í Laugardalshöllinni. Þar leika nýkringdir bikarmeistarar okkar í 10. flokki Hattar til undanúrslita á móti KR á morgunn.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok