Þróttur deildarmeistari í blaki

Þróttur Neskaupstað tryggði sér í dag annan titilinn í blaki kvenna á innan við viku þegar liðið varð deildarmeistari. Aftur voru andstæðingarnir HK og aftur réðust úrslitin í oddahrinu.

Lesa meira

Skemmtileg félagsmálafræðsla

Námskeið í félagsmálafræðslu undir yfirskriftinni, Sýndu hvað í þér býr, var haldið á Egilsstöðum síðastliðinn þriðjudag. Hlutverk námskeiðsins er að fræða þátttakendur um ræðumennsku og fundarsköp.

Lesa meira

Afmælisgjöf til UMSS

Ný stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) tók í gærkvöldi við gjöf í tilefni 100 ára afmælis félagsins frá UÍA.

Lesa meira

Stigamót UÍA um helgina

Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fer fram í samstarfi við UMF Neista, í íþróttahúsinu á Djúpavogi næstkomandi sunnudag. Keppt verður í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi í flokkum stráka og stelpna 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17ára og eldri.

Lesa meira

Þróttur bikarmeistari

Þróttur Neskaupstað varð í gær bikarmeistari kvenna í blaki eftir sigur á HK í oddahrinu í æsispennandi úrslitaleik. Þróttarliðið vann fyrstu tvær hrinurnar en gaf eftir í þriðju og fjórðu hrinu sem HK vann nokkuð örugglega. Liðin skiptust á forustunni í seinustu hrinunni og fengu bæði færi til að vinna áður en Þróttur náði tilskilinni tveggja stiga forustu 19-17.

 

Lesa meira

UMFÍ á þeysireið um Austurland

Sigurður Guðmundsson landsfulltrúi Ungmennasambands Íslands heimsótti, ásamt Heiði Vigfúsdóttur verkefnisstjóra ULM og Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA,  grunnskóla á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð og kynnti ýmis verkefni í starfi UMFÍ s.s. Frjálsíþróttaskóla og Unglingalandsmót.

Lesa meira

Þróttur í bikarúrslitum um helgina

Kvennalið Þróttar Neskaupstað spilar um helgina í úrslitum bikarkeppninnar í blaki. Möguleikar liðsins verða að teljast góðir í ljósi þess að það er í efsta sæti deildarkeppninnar.

Lesa meira

Frjálsíþróttafólk á Byrsmóti

Fimmtán börn og unglingar frá frjálsíþróttadeild Hattar lögðu leið sína norður síðustu helgi og kepptu á Byrsmóti UFA í Boganum á Akureyri. Mótið var fjölmennt og stóðu krakkarnir sig með miklum sóma. Vakti það meðal annars athygli að UÍA átti þrjá efstu menn í hástökki 12-13 ára stráka.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok