Skemmtileg félagsmálafræðsla
Námskeið í félagsmálafræðslu undir yfirskriftinni, Sýndu hvað í þér býr, var haldið á Egilsstöðum síðastliðinn þriðjudag. Hlutverk námskeiðsins er að fræða þátttakendur um ræðumennsku og fundarsköp.
Tólf þátttakendur tóku þátt í námskeiðinu sem tókst í alla staði mjög vel. Sigurður Guðmundsson landsfulltrúi UMFÍ annaðist kennslu á námskeiðinu og var hann ánægður með virkni og frammistöðu þátttakenda, sem sýndu svo um munar hvað í þeim bjó.
Samskonar námskeiði sem vera átti í Norðfirði var aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Á myndinni hér til hliðarmá sjá nemendur á námskeiðinu í skemmtilegri verkefnavinnu.